Tón­listar­maðurinn Högni Egils­son rýndi í gögn um skjálfta­virkni eld­fjallsins Kötlu á­samt eld­fjalla- og jarð­skjálfta­fræðingnum Kristínu Jóns­dóttur og samdi upp úr því tón­verkið Voice of Katla fyrir þátta­röðina Kötlu sem frum­sýnd var á Net­flix nú á dögunum. Í tón­verkinu ljáir söng­konan Guð­rún Ýr Ey­fjörð, betur þekkt sem GDRN, eld­fjallinu rödd sína á­samt kórnum Cantoqu­e en Guð­rún Ýr fer með eitt aðal­hlut­verkið í þáttunum sem björgunar­sveitar­maðurinn Gríma.

Högni samdi alla tón­listina fyrir Kötlu og uppi­staða tón­verksins er ljóð eftir hann og Andra Snæ Magna­son. Guð­rún Ýr túlkar innri rödd Kötlu og syngur um sam­skipti fólks og náttúru á­samt með­limum Cantoqu­e kórsis sem ljá mis­munandi svæðum rödd sína til að búa til flókið en sam­ræmt hljóð náttúrunnar.

„Inni í Kötlu eru mörg virk svæði sem hafa sína eigin jarð­skjálfta­tíðni. Við tókum þessar tíðnir og breyttum þeim yfir í músíkalska tjáningu. Jarð­skjálfta­virknin er í raun sam­tal á milli þessara svæða – mis­munandi raddir,“ segir Högni en hann nýtti eld­fjalla­gögnin til að búa til stemningu, bak­grunn og hljóð­heim fyrir verkið.

“Við skoðuðum gögn 20 ár aftur í tímann, hið nýja ár­þúsund. Við lítum á þetta verk sem upp­hafið á nýju tíma­bili – lista­verk í leit af sam­hljómi fólks og náttúru sem fær okkur til að hlusta, finna og endur­spegla. Jafn­vel frum­speki­legt rými þar sem maður og eld­fjall sam­einast,“ segir Högni.

Horfa má á verkið Voice of Katla í heild sinni hér að ofan.