Katrín Midd­let­on, her­toganyja af Cam­brid­ge, var gáttuð þegar Hollywood leikarinn Rami Malek spurði hana að því hvort hún væri ekki búinn á því í kónga­hlut­verkinu. Malek segir sjón­varps­manninum Jimmy Kimmel fá þessu í nýjasta þætti hins síðar­nefnda. Horfa má á innslag úr þættinum neðst í fréttinni.

Rami fer með hlut­verk ill­mennisins í nýjustu James Bond myndinni sem frum­sýnd er um helgina og hefur því nóg að gera.

„Það er svo heillandi hvað þau leggja hart að sér að kynnast öllum, öllum sem hafa verið við­riðin þessa og þessa mynd og allar þeirra gömlu kvik­myndir,“ segir Rami sem hitti þau Katrínu og Vil­hjálm á Bafta verð­launa­há­tíðinni 2019.

„Það er aug­ljóst að þau hafa gert heima­vinnuna sína,“ segir Rami sem segir þau hafa verið afar al­menni­leg. „Og á einum tíma­punkti horfði ég bara á Katrínu og sagði, þú hlýtur að vera upp­gefin,“ út­skýrir leikarinn.

Bauðst til að passa

Hann út­skýrir að hún hafi verið gáttuð á svipinn og spurt hann hvers vegna hann væri að spyrja. „Varstu ekki að eignast barn? og ég held hún hafi verið hissa,“ út­skýrir Malek.

Hún hafi spurt hann hvernig hann hefði það. „Nei, hvernig hefur ÞÚ það? Og svo starði hún bara á mig. En maður sér þetta. Í­myndaðu þér að vera klæddur upp og þurfa svo að tala við alla þessa leikara,“ segir hann.

Kimmel bendir á að breska konungs­fjöl­skyldan þurfi að passa sig. „Þau eru svo var­kár. En þetta var flott, ég held mér hafi tekist að koma henni að ó­vörum.“

Malek segist hafa boðið til að passa krakkana fyrir her­toga­hjónin og Katrín spurt hann hvað hann meinti. „Þið getið skellt ykkur út og ég passað,“ segir leikarinn glettinn. Ekki fylgir sögunni hvort her­toga­ynjan hafi nokkurn tímann þekkst boðið.