Gítar­leikarinn Gary Rossington, einn af stofn­endum Lynyrd Skynyrd, lést í gær, 71 árs að aldri, og þar með eru allir stofn­með­limir sveitarinnar látnir.

Hljóm­sveitin birti yfir­lýsingu á Face­book-síðu sinni í gær­kvöldi þar sem til­kynnt var um and­lát Rossington, en dánar­or­sök hefur ekki verið gefin út.

Rossington gekk í gegnum súrt og sætt á ferli sínum. Hann lifði af flug­slys árið 1977 en í slysinu létust söngvarinn Ronni­e Van Zant, gítar­leikarinn Ste­ve Gaines, bak­radda­söngvarinn Cassi­e Gaines og þrír til við­bótar. Rossington slasaðist al­var­lega og braut meðal annars fót­legg og báða hand­leggi.

Eftir slysið leið um ára­tugur þar til hljóm­sveitin kom saman á nýjan leik fyrir til­stilli Johnny Van Zant, bróður Ronni­e. Rossington spilaði með sveitinni eins og heilsan leyfði honum, en hann gekkst meðal annars undir hjá­veitu­að­gerð árið 2003 og þá fékk hann hjarta­á­fall árið 2015. Hann gekkst svo undir stóra hjarta­að­gerð sumarið 2021.

Rossington lætur eftir sig tvær dætur og eigin­konu, Dale Krantz-Rossington, en þau gengu í hjóna­band árið 1982.