Garpur er sérstaklega kraftmikill og hleðslan dugar léttilega hyggist golfarar fara 18 holurnar tvisvar í röð,“ segir Brynjar Valdimarsson hjá SB2 en fyrirtækið flytur inn rafmagnsgolfbílinn Garp. Þetta er annað árið sem Garpur er til sölu hér á landi en í fyrra var eftirspurnin slík að bílarnir seldust upp á örstuttum tíma. „Okkur þótti það reyndar ekkert undarlegt enda er Garpur afskaplega vel búinn golfbíll, þægilegur í akstri og fjöðrunin einstaklega mjúk. Hann hentar vel fyrir íslenskar aðstæður og ætti að ganga á hvaða golfvelli landsins sem er.“

Brynjar er ötull golfari og hefur sjálfur ekið um á golfbíl í 25 ár. Hann hefur því fylgst með vaxandi vinsældum golfbíla á íslenskum völlum og sjálfur haft vökult auga fyrir golfbílum sem gagnast gætu vel hér á landi. Hann segir það því enga tilviljun að Garpur hafi orðið fyrir valinu. „Garpur er betur búinn en gengur og gerist með golfbíla, hreinlega hlaðinn búnaði á borð við bolta- og kylfuhreinsara, kælibox fyrir drykki, regn- og vindverjandi yfirbreiðslu með renndum hurðum, regnhlíf fyrir golfsett, tólf tommu álfelgur, hraðamæli, stefnuljós og niðurfellanlega framrúðu,“ segir Brynjar og bætir við að Garp megi fá í fjórum litum, hvítum, bláum, rauðum og grænum.

Hvað varðar vinsældir golfbíla segir Brynjar að þær hafi vaxið gífurlega og fari enn vaxandi. „Þetta var nánast einmanalegt í byrjun, upp úr 1990, en núna er staðan þannig að geymsluplássið við golfvöllinn í Korpu er svo gott sem sprungið og mér skilst að ástandið sé svipað á öðrum völlum. Og eru engu að síður ansi margir sem geyma golfbíla sína heima og koma með þá þegar þeir fara hring.“

Þægindi sem fylgja golfbíl

Sem stendur eru um sjötíu golfvellir á Íslandi og á höfuðborgarsvæðinu einu er að finna sex 18 holu golfvelli. Þeir golfarar sem fara 18 holu hring ganga að meðaltali um níu kílómetra en þeir sem nýta sér golfbíla ekki nema um þrjá kílómetra. Þegar litið er til þess að fjölgun í golfíþróttinni hér á landi er langsamlega mest hjá fólki sem er 50 ára og eldra er kannski ekki að undra að sala golfbíla fari vaxandi samhliða. Þá má þess geta að heimilt er að nota golfbíla í Íslandsmóti eldri kylfinga. Brynjar tekur þó fram að það séu ekki eingöngu eldri kylfingar sem noti golfbíla hér á landi. „Margir vilja einfaldlega njóta þeirra þæginda sem fylgja því að aka um á golfbíl.“

Eins og áður segir er Garpur með mjög gott drægi og kemst rúmlega tvo hringi á 18 holu golfvelli. Honum fylgir hleðslustöð sem eingöngu þarf að stinga í samband við hefðbundna innstungu og ekki tekur nema örfáar klukkustundir að fullhlaða rafhlöðuna. Brynjar tekur fram að Garpur gæti jafnvel nýst annars staðar en á golfvellinum, til að mynda á sveitabæjum eða við sumarhús þar sem slóðar eru til staðar.

Hægt er að skoða Garp hjá Betri bílasölunni og er sá möguleiki fyrir hendi að reynsluaka Garpi áður en að kaupum kemur. Starfsmenn Betri bílasölunnar geta enn fremur leiðbeint kaupendum um kerru undir Garp á góðu verði.

Betri bílasalan er með síma 571 7166 og Facebook-síða Garps er facebook.com/GolfGarpur/