Knattspyrnumaðurinn Garðar Gunnlaugsson er nú einhleypur. Þetta erfullyrt á Smartlandien Garðar var áður með förðunarfræðingnum Fanney Söndru Albertsdóttur.
Þau eiga saman einn son en fyrir átti Garðar fjögur börn úr fyrri samböndum. Garðar hefur lengi verið einn af þekktustu knattspyrnumönnum Íslands, en hann lauk ferli sínum hjá Vali árið 2019.
Einkalíf Garðars hefur lengi vakið athygli. Var hann áður giftur ísdrottningunni Ásdísi Rán Gunnarsdóttur. Þau skildu að borði og sæng árið 2012, eftir níu ára hjónaband.