Knatt­spyrnu­maðurinn Garðar Gunn­laugs­son er nú ein­hleypur. Þetta erfull­yrt á Smart­landien Garðar var áður með förðunar­fræðingnum Fann­ey Söndru Alberts­dóttur.

Þau eiga saman einn son en fyrir átti Garðar fjögur börn úr fyrri sam­böndum. Garðar hefur lengi verið einn af þekktustu knatt­spyrnu­mönnum Ís­lands, en hann lauk ferli sínum hjá Vali árið 2019.

Einka­líf Garðars hefur lengi vakið at­hygli. Var hann áður giftur ís­drottningunni Ás­dísi Rán Gunnars­dóttur. Þau skildu að borði og sæng árið 2012, eftir níu ára hjóna­band.