Jóni Kal­dal, ráð­gjafa og fyrrum rit­stjóra, er ýmis­legt til listanna lagt og hefur endur­nýjun hans á lúnum bíl­skúr vakið mikla at­hygli á sam­fé­lags­miðlum. Jóni tókst að um­breyta skúrnum, sem hafði nýst sem köld úti­geymsla um ára­bil, í einkar vel skipu­lagt smá­hýsi.

Jón hefur búið á Njáls­götunni í ára­raðir og fylgdi skúrinn í­búðinni þegar fjöl­skyldan flutti fyrst inn. „Það var annað hvort að fjar­lægja skúrinn eða, það sem mér fannst skemmti­legri hug­mynd, að nýta þessa gömlu steyptu skel í eitt­hvað,“ segir Jón í sam­tali við Frétta­blaðið.

Þrátt fyrir að langur tími sé liðinn frá því fjöl­skyldan flutti fyrst inn hófust fram­kvæmdir við skúrinn fyrst fyrir tveimur árum. „Það var tölu­vert langt til­hlaup að þessari fram­kvæmd,“ viður­kennir Jón en verkið vatt upp á sig og tók alls tvö ár. „Pælingin var að koma þarna upp lítilli vinnu­að­stöðu og smá­hýsi.“

Jón sá möguleika í gamla bílskúrnum.
Mynd/Jói Kjartans

Nýtti allt það gamla

Grunn­stefið í fram­kvæmdunum var að nýta sem mest af því sem 70 ára gamall skúrinn hafði upp á að bjóða. „Gamli skúrinn er þarna inni í klæðningunni.“ Þrátt fyrir að steypan sjáist ekki að utan spilar hún veiga­mikið hlut­verk innan­dyra.

Til að sem minnstu yrði sóað í breytingunum varð Jón að vera nokkuð frum­legur á köflum. „Þegar ég stækkaði gluggann á skúrnum á­kvað ég að nýta steypu­brotin sem ég sagaði burt sem burð undir steyptu botn­plötuna í húsinu.“

Smá­hýsið er nú full­búið og fá náttúru­lega efni að njóta sín inni í húsinu. Jón notar húsið að mestu sem vinnu­að­stöðu en hefur þó dvalið þar nokkrar nætur. „Ég prófaði að vera þarna í heim­komu­sótt­kví þegar ég kom frá Ítalíu í septem­ber. Það virkaði alveg vonum framan sem hý­býli.“

Húsið kúrir í bakgarðinum á Njálsgötu.
Mynd/Jón Kaldal
Rýmið er einkar vel skipulagt og virðist mun stærra en fermetrafjöldin fyrir vikið.
Mynd/Jón Kaldal
Verkið tók mun lengri tíma en Jón hafði upprunalega áætlað.
Mynd/Jón Kaldal
Afraksturinn var þó biðinnar virði.
Mynd/Jón Kaldal
Lítil eldunaraðstaða er í húsinu.
Mynd/Jón Kaldal
Gamla steypan fær að njóta sín vel.
Mynd/Jón Kaldal