Leikararnir í Game of Thrones þáttunum minnast tíma síns við gerð þáttanna í glæ­nýju kynningar­efni frá HBO en það er ó­hætt að segja að eftir­væntingin fyrir síðustu seríunni sé gífur­leg um þessar mundir, enda einungis ör­fáir dagar í að fyrsti þátturinn í síðustu seríunni verður sýndur.

Í kynningar­efninu er rætt við alla helstu leikarana og er þar nóg um að velja en rætt er við Kit Harrington, Emiliu Clar­ke, Lena Hea­dey, Iain Glen, Nikola­j Coster-Waldau, Maisi­e Willi­ams, Rory Mc­Cann, Sophie Turner, Issac Hemp­stead Wrig­ht, Peter Dinkla­ge, John Bradl­ey og Liam Cunning­ham.

„Ís­land, sería tvö, fyrsti dagurinn sem við vorum þar. Það var upp­á­halds­dagurinn minn í Thrones. Ég hef aldrei komið á fal­legri stað á ævinni minni og þetta var sér­stakt af svo mörgum á­stæðum,“ segir Kit Harrington sem fer með hlut­verk Jon Snow en hann segir að þann dag hafi hann tekið upp at­riðið þar sem Jon gat ekki fengið sig til að myrða Yg­ritte, leikin af Rose Lesli­e, eigin­konu hans.

„Ég er kallaður Tyrion oftar heldur en Peter út á götu,“ segir Peter Dinkla­ge sem fer með hlut­verk Tyrion Lanni­ster. Þá segja þær stöllur Maisi­e Willi­ams og Sophie Turner í hlut­verkum Aryu Stark og Sönsu Stark það hafa verið upp­á­halds dagurinn þeirra í tökum þegar þær fengu að hittast aftur í sjöundu seríu.

Horfa má á ein­staka stiklur úr við­tölum við leikarana hér að neðan en efst er stikla með þeim öllum en mun fleiri skemmti­legar stað­reyndir koma fram heldur en tök eru á að taka fram í þessari grein og er mælt með á­horfi.