Enska leikkonan Sophie Turner sem þekktust er fyrir leik sinn í geysivinsælu HBO sjónvarpsþáttunum Game of Thrones, birti í dag skemmtilega mynd af sér á Instagram í morgun þar sem óléttumaginn nýtur sín vel.

Það sem vekur athygli er að myndin er svolítið sein á ferðinni, en íbúinn í kúlunni kom í heiminn fyrir rúmum mánuði síðan og er annað barn hinnar tuttugu og sex ára gömlu Turner sem hún á með eiginmanninum Joe Jonas, sem er einn Jonas-poppbræðranna.

Myndin vakti mikil viðbrögð og nokkurn rugling meðal fylgjenda stjörnunnar, og einn notandi skrifaði; „Aftur? Er þetta gamalt eða nýtt?“ Instagram-reikningur Turner er með 14,7 fylgjendur og þegar þetta er skrifað hefur 1,1 milljón notenda líkað við myndina.

Sophie Turner var tilnefnd til Primetime Emmy verðlauna árið 2019 fyrir túlkun sína á sögupersónunni Sönsu Stark í Game of Thrones þáttunum sem nutu gríðarlegra vinsælda. Turner var 14 ára gömul þegar hún lék í fyrstu þáttaröðinni en framleiðsla á þáttunum stóð yfir í níu ár. Þá lék Turner í X-Men myndunum, hlutverk Jean Grey eða Phoenix.

Turner hitti eiginmanninn, tónlistarmanninn Joe Jonas árið 2016 og parið trúlofaði sig haustið 2017. Þau giftu sig í maí 2019 í Las Vegas. Þá breytti leikkonan nafni sínu formlega í Sophie Jonas þó að hún notist ennþá við sitt eldra nafn í bransanum.

Parið hélt síðan annað brúðkaup í París í júní 2019.

Jonas hjónin eiga tvær dætur. Hin eldri er fædd í júlí 2020 og hin yngri, sem fyrr segir fædd í júlí 2022.