Hvað var til ráða hjá Joönnu? Hún hafði lengi leitað logandi ljósi að vönduðum og hreinum barnavörum fyrir dæturnar en aldrei fundið þær réttu.

„Þegar stelpurnar fengust loks ofan í karið fékk Joanna sjaldnast að þvo þeim. Hún tók því til sinna ráða og nýtti þekkingu sína á náttúrulækningum og kjarnaolíum til þess að búa til eigin hársápu úr náttúrulegum innihaldsefnum með ljúfri angan fyrir dætur sínar. Árangurinn lét ekki á sér standa því hár dætranna varð bæði ræktarlegt og fagurt, og húðin heilbrigð og mjúk,“ upplýsir Karen Elva Smáradóttir hjá Cu2 sem flytur inn Childs Farm, dásamlega húð- og hreinlætislínu Joönnu Jensen.

„Baðtími barna á að vera skemmtilegur en hann getur snúist yfir í erfiða baráttu þegar barnið streitist við að fara ofan í. Margar ástæður geta legið að baki en oft vilja börn sem eru með viðkvæmt hörund og exem ekki fara í bað vegna þess að vatn og hreinsiefni erta húð þeirra og valda þeim óþægindum,“ útskýrir Karen Elva.

Skaðlaust úr náttúrunni

Childs Farm-línan hefur gert baðferðir barna að ævintýri. Hún er heildstæð vörulína fyrir ungbörn og krakka, 98 prósent náttúruleg og fæst í hillum íslenskra verslana.

„Joanna er margverðlaunuð fyrir Childs Farm. Barnalínan hefur reynst íslenskum börnum vel en nýleg rannsókn bendir til þess að um þriðjungur íslenskra barna þjáist af exemi. Hægt er að draga mjög úr einkennum exems með því að velja réttar húð- og hárvörur fyrir börnin og hafa vörur Childs Farm gefið einstakan árangur,“ segir Karen Elva.

Í Childs Farm eru eingöngu skaðlaus og náttúruleg innihaldsefni sem valda hvorki ertingu né ofnæmisviðbrögðum. Þá viðhalda mikilvægar olíur heilbrigði húðar og gefa frá sér milda og yndislega angan.

„Childs Farm-vörurnar eru prófaðar af húðlæknum og samþykktar af barnalæknum. Í þeim eru engin paraben, ekkert SLES, engar steinefnaolíur né tilbúin litarefni. Vörulínan samanstendur af sérhæfðri ungbarnalínu, krakkalínu og sólarlínu sem innihalda hársápu, baðsápu, bossaklúta, krem og freyðibað. Sérhæfða ungbarnalínan inniheldur allt sem þarf til að hreinsa og næra húð ungbarna, jafnvel þótt húðin sé viðkvæm eða gjörn á að fá exem,“ upplýsir Karen Elva.

„Maður þarf svo ekki að vera barn til að njóta fjörugra baðferða og vellíðunar með Childs Farm því vörurnar henta fólki á öllum aldri og hafa gefið góða raun þeim sem hafa exem eða eru með viðkvæmt hörund.“

Childs Farm fæst í Hagkaup, Krónunni, Fjarðarkaupum og apótekum um land allt.