Borgar Magna­son er kontra­bassa­leikari og hljóð­færið hans er í aðal­hlut­verki á nýjum geisla­diski sem kom á streymis­veitur fyrir skemmstu. Út­gáfan inni­heldur sex verk. Þrátt fyrir að Borgar hafi hlotið klassíska menntun er tón­list hans ekki „akademísk“ – ef svo má að orði komast.

Fram­vindan, sem er ein­kennis­merki klassískrar fagur­tón­listar, er víðs fjarri. Með fram­vindu er átt við stef eða annað tón­efni sem fer í gegnum um­breytingar, þróast í til­tekna átt, rétt eins og at­burða­rás í skáld­sögu eða kvik­mynd. Hér er hins vegar kyrr­staða, stemning, jafn­vel hug­leiðsla.

Grípandi bassa­hljómur

Fyrsta verkið, Time to Move On, er mjög grípandi. Þykkur bassa­hljómur liggur til grund­vallar allan tímann, og yfir honum ómar ein­falt þriggja nótna stef sem er endur­tekið í sí­fellu, með ei­litlum breytingum og til­brigðum. Bassa­hljómurinn er þó kvikur og skapar hrífandi lita­sin­­fóníu. Borgar er frá­bær bassa­leikari og leikur hans er mark­viss og á­leitinn. Ég veit ekki hve margar hljóð­rásir eru í laginu, en þær eru fleiri en ein og fleiri en tvær. Heildar­hljómurinn er þéttur og lætur vel í eyru.

I Must Tell You, næsta lag, er allt öðru vísi. Ein­faldur taktur er þar undir­staðan, og við hann fer Borgar með ljóð sem byggir að miklu leyti á endur­tekningum. Hrynjandin er skemmti­leg og ljóða­upp­lesturinn, eins konar söng­les, er for­vitni­legur. Einnig hér er sterk heildar­mynd.

Borgar Magnason, kontrabassaleikari og tónskáld.
Fréttablaðið/Valli

Dul­úðin ræður ríkjum

Í þriðja laginu, Going Gone, ræður dul­úðin ríkjum. Að­eins ein­mana­legt stef ræður ríkjum, við brot­hættan undir­leik. Tón­tegundin er bara ein, h-moll. Og samt leiðist manni ekki. Breiður kontra­bassa­leikurinn er svo inni­legur og til­finninga­þrunginn að maður getur ekki annað en hrifist með, farið með tón­listinni í ferða­lag sem liggur djúpt inn á við.

In Your Eyes, fjórða lagið, er til­rauna­kenndara. Titrandi sínu­stónn fléttast saman við plokkaða kontra­bassa­strengi, og við þessa hljóð­mynd syngur Borgar. Kannski er það hið sísta á geisla­diskinum, því söngurinn er ekki sér­lega hnit­miðaður og kemur ekki vel út.

Röddin er miklu betri í næsta lagi, Object of Desire, en þar er að­eins talað til­tölu­lega stutt. Fá­einar setningar gefa tóninn fyrir langa hug­leiðslu djúpra bassa­tóna, en fyrir ofan þá svífa við­kvæmir flautu­tónar. Það er afar fal­legt.

Maður heyrir að Borgari liggur margt á hjarta, og skáld­skapurinn hans kemst fylli­lega til skila í mögnuðum flutningi.

Ekki hægt að þegja yfir

Í loka­laginu, Come Closer, myndar hljóð­færa­leikurinn eins konar vind­hljóð, sem liggur til grund­vallar leitandi tóna­hendingum. Þetta væri frá­bær kvik­mynda­tón­list. Stemningin er mjög mynd­ræn og tóna­vefurinn lit­ríkur, þrátt fyrir hljóma­lega kyrr­stöðu. Merking er í hverjum tóni, tónarnir segja hver sína sögu. En hver er hún?

Victor Hugo sagði eitt sinn að tón­list væri um eitt­hvað sem ekki er hægt að koma orðum að, en er heldur ekki hægt að þegja yfir. Maður heyrir að Borgari liggur margt á hjarta, og skáld­skapurinn hans kemst fylli­lega til skila í mögnuðum flutningi.

Niður­staða: Mjög fal­leg tón­list.