Mið­aldrakrísan er dular­fullt fyrir­bæri sem á sér margar birtingar­myndir. Hún getur laumast inn í sálar­tetrið eða skollið á með látum. Sumir horfa þráð­beint í tómið og fara í sjálfs­vinnu en aðrir taka á harða­sprett í hina áttina. En hvað ef lausnin á öllum þínum vanda­málum væri hrein­lega bara að fá sér einn kaldan?

Ó­mögu­legt er að fjalla um Mátu­lega í Borgar­leik­húsinu án þess að fjalla fyrst um kvik­myndina Druk sem sló í gegn árið 2020. Tvær spurningar koma strax upp í hugann. Af hverju er leik­ritið tekið til sýninga í Borgar­leik­húsinu tveimur árum eftir út­gáfu kvik­myndarinnar? Hvað dregur leik­sýningin fram sem ekki kom fram í kvik­myndinni?

Svarið við fyrri spurningunni er ein­falt, sjá síðustu máls­grein þessa pistils. Svarið við seinni spurningunni er að­eins flóknara en ekki síður af­gerandi: Lítið. Fátt nýtt kemur fram í nýrri leik­gerð Thomas Vin­ter­berg og C­laus Flygare.

Hvað hand­ritið varðar þá breytast sam­töl í ein­ræður, við­brögð þeirra sem standa karl­mönnunum næst hverfa og sam­fé­lags­legt sam­hengi sömu­leiðis. Eftir standa fjórir mið­aldra karl­menn sem keppast við að vor­kenna sjálfum sér og taka þá vondu á­kvörðun að allt verði kannski betra ef þeir væru að­eins kenndir.

Leikritið Mátulegir er byggt á óskarsverðlaunakvikmyndinni Druk eftir Thomas Vinterberg og Claus Flygare.
Mynd/Heimir Sverrisson

Frelsi frá dag­legu amstri

Sál­fræði­kennarinn Nikola­j, leikinn af Jörundi Ragnars­syni, er eins konar sögu­maður í leik­verkinu. Nikola­j er þriggja barna faðir að nálgast fer­tugt og þráir að deila rúmi sínu með Amali­e, konunni sinni, án barnanna. Jörundur er með hlýja nær­veru og leikur Nikola­j, mann sem þráir ör­lítið frelsi frá dag­legu amstri, af næmni og skilningi.

Hilmir Snær Guðna­son hefur hæfi­leika til að gera miðlungs­góðan texta lifandi og ó­spennandi karaktera heillandi. Lífs­leiðinn streymir af Martin frá fyrsta augna­bliki sem Hilmir Snær fram­kallar háklassa skandinavíska bugun af inn­lifun. Lin líkams­beitingin í bland við flatan róm og hálf­tómt augna­ráð hljómar ekki spennandi til á­horfs en Martin birtist á­horf­endum beygður og ljós­lifandi.

Tón­listar­kennaranum Peter, leiknum af Þor­steini Bachmann, kynnast á­horf­endur aftur á móti tak­markað. Ekki er hægt að á­fellast Þor­stein sem leysir verk­efnið fim­lega, með dropa af depurð.

Í­þrótta­kennarinn Tommy, leikinn af Hall­dóri Gylfa­syni, fyllir upp í karla­kvartettinn. Hall­dór hefur einkar gott lag á að leika svo­lítið mis­heppnaða menn. Tommy er allur af vilja gerður en ráð­villtur og reikandi. Fyrst er hann hlægi­legur en undir lokin brjóst­um­kennan­legur og fangar Hall­dór upp­gjöfina lag­lega.

Hilmir Snær fram­kallar háklassa skandinavíska bugun af inn­lifun í hlutverki hins lífsleiða Martins.
Mynd/Heimir Sverrisson

Bara ein kona

Eina konan sem á­horf­endur heyra í er Anika, eigin­kona Martin, en sjá ekki. Þess er ekki getið í leik­skrá hver leikur hlut­verkið, sem er ein­hvern veginn í takt við fjar­veru kvenna í leik­ritinu. Eigin­konur Tommy og Nikola­j, Mette og Amali­e, virðast frekar hugar­fóstur þeirra en konur af holdi og blóði. Fjórða konan sem nefnd er í fram­hjá­hlaupi er franski höfundurinn Margu­eri­te Duras eftir upp­talningu á tuttugu karl­mönnum og aðal­lega til að hæðast að henni.

Aftur á móti er vitnað reglu­lega í karl­menn, alla hvíta og flesta dauða, sem nutu góðs af því að drekka í ó­hófi sam­kvæmt per­sónum verksins. Málarar, rit­höfundar, stjórn­mála­menn og ein­ræðis­herrar. Karl­kyns snillingar. Ekki er kafað frekar ofan í af hverju á­fengi er svona heillandi lausn við lífsins vanda­málum. Hvað or­sakar lífs­leiða vinanna og hvað er það í sam­fé­laginu sem ýtir undir þessa depurð?

...karl­læga sjónar­miðið, týndu konurnar og meló­dramatísk saga verða til þess að Mátu­legir er eins og volgur Carls­berg, dönsk von­brigði.

Skortur á á­tökum

List­ræn um­gjörð er í takt við sýninguna, mátu­leg en aldrei eftir­minni­leg. Bryn­hildur Guð­jóns­dóttir leik­stýrir en í Rík­harði III sýndi hún af­burða­góða og djarfa nálgun að hand­ritinu, hér skortir átök við textann. Nándin, nær­myndir af depurð, titrandi efa og ó­hamingju, sem skapast á kvik­mynda­tjaldinu tapast. Stað­setningar leikaranna eru yfir­leitt statískar, nema þegar leikarar þurfa að færa til mublur. Leik­mynd Heimis Sverris­sonar er fal­leg á að líta en skrítin sam­suða; körfu­bolta­hringur sem er aldrei notaður, skell­óttir gráir veggir og ó­per­sónu­leg rými. Sviðs­hreyfingar Önnu Kol­finnu Kuran lífga upp á ein­staka senur en duga ekki til að lyfta sýningunni upp úr hvers­dags­leikanum.

Miðað við miða­söluna er ekki ó­lík­legt að Mátu­legir mali gull fyrir Borgar­leik­húsið. Ís­lenskir á­horf­endur stökkva til þegar um ræðir sögu sem þeir þekkja, í leit að á­taka­litlu fjöri í versta skamm­deginu og jafn­vel smá breytingu í gegnum per­sónurnar. En karl­læga sjónar­miðið, týndu konurnar og meló­dramatísk saga verða til þess að Mátu­legir er eins og volgur Carls­berg, dönsk von­brigði.

Niður­staða: Yfir­borðs­kennd sviðs­út­gáfa af miðlungs­góðri kvik­mynd.