Leik­hús

Bara smá­stund!

Fl­orian Zeller

Borgar­leik­húsið

Leik­stjórn: Álf­rún Helga Örn­ólfs­dóttir

Leikarar: Þor­steinn Bachmann, Sól­veig Arnars­dóttir, Sól­veig Guð­munds­dóttir, Bergur Þór Ingólfs­son, Sigurður Þór Óskars­son, Vil­helm Neto og Jörundur Ragnars­son

Leik­mynd og búningar: Helga I. Stefáns­dóttir

Lýsing: Ólafur Ágúst Stefáns­son

Hljóð­mynd: Jón Örn Ei­ríks­son

Leik­gervi: Guð­björg Ívars­dóttir

Þýðing: Sverrir Nor­land

París spilar stórt hlut­verk á tveimur sviðum í Borgar­leik­húsinu þessa dagana og harmonikku­tónar fylltu for­sal hússins síðast­liðinn föstu­dag þegar Bara smá­stund! var frum­sýnd. Michel er á toppi til­verunnar. Í laugar­dags­göngu­túrnum á markaðinn finnur hann ó­vænt fá­gæta plötu. Hann sér fyrir sér unaðs­legan morgun í stofunni sinni að hlusta á djass, baðaður í sjálf­um­gleði og um­vafinn borgara­legri nautn. Fátt full­nægir mið­aldra karl­mönnum meira en kjara­kaup. En morgunninn fer mjög fljót­lega í vaskinn og líf Michel um­turnast.

Fl­orian Zeller er þekktasta sam­tíma­leik­skáld Frakk­lands um þessar mundir sem er kannski ekki að undra enda mjög fær höfundur. Á yfir­borðinu virðist hand­ritið vera ein­faldur farsi en leik­ritið er marg­slungið, til að vitna frjáls­lega í Nat­hali­e, eigin­konu Michel. Zeller fær ýmis­legt að láni úr leik­ritinu Ot­herwise Enga­ged eftir Simon Gray og notar far­sa­formið til að setja borgara­lega úr­kynjun undir smá­sjána. Á meðan per­sónur verksins velta sér upp úr sínum eigin sjálf­sköpuðu vanda­málum er heimurinn bók­staf­lega að hrynja í kringum þær. Upp­runa­legi titill verksins er Une heure de tranqu­ill­ité sem Sverrir Nor­land hefði getað þýtt á fín­legri hátt og sömu­leiðis fjar­lægt þessi fáu frönsku orð sem skilin eru eftir í textanum, þau orka hjá­kát­lega.

Á yfir­borðinu virðist hand­ritið vera ein­faldur farsi en leik­ritið er marg­slungið, til að vitna frjáls­lega í Nat­hali­e, eigin­konu Michel.

Of af­slappaður og af­skipta­laus

Þor­steinn Bachmann leikur Michel og ber sýninguna á herðum sér enda er hann nánast allan tímann á sviði. Gallinn er sá að Þor­steinn er ekki nægi­lega sann­færandi. Lykillinn að góðum far­sa­leik er sam­úð á­horf­enda með raunum aðal­per­sónunnar, Michel er of af­slappaður og af­skipta­laus. Af þeim sökum virðist Michel standa fyrir utan fram­vinduna og sitt eigið líf. Sól­veig Arnars­dóttir stelur aftur á móti senunni í hlut­verki Nat­hali­e. Hún er eini leikarinn í sýningunni sem nær að dansa á línunni milli gaman­leiksins og borgara­legu upp­gerðarinnar, því Nat­hali­e er að leika rullu rauna­mæddu eigin­konunnar. En hennar upp­gerðu raunir eru trúan­legar og á­hrifa­ríkar.

Eftir menningar­leg átök liðinnar viku má spyrja þeirrar spurningar af hverju Jörundur var fenginn í hlut­verk hins pólska Pa­vel, en um­ræðan um birtingar­myndir á sviði hefur tröll­riðið leik­hús­heiminum. Jörundur stendur sig þó með á­gætum sem upp­á­þrengjandi ná­granninn og nostrar við lítil augna­blik. Aftur á móti snýr við­vera Vil­helm Neto í hlut­verki iðnaðar­mannsins Léo upp á þessa spurningu með ó­væntum hætti. Grín­leikurinn fer honum vel og orkan geislar af honum. Sigurður Þór Óskars­son er sömu­leiðis í fínu grín­formi í hlut­verki Sé­bastien, eða Fucking Rat eins og hann vill vera kallaður. Lin­kennd ör­vinglun Sé­bastien undir lokin er listi­lega vel fram­kvæmd.

Jörundur stendur sig með á­gætum sem upp­á­þrengjandi ná­granninn Pavel og nostrar við lítil augna­blik.
Mynd/Borgarleikhúsið

Skrattinn úr sauðar­leggnum

Ekkert borgara­legt hjóna­band er full­komið án við­halds. Sól­veig Guð­munds­dóttir kemur sterk inn sem Elsa, besta vin­kona Nat­hali­e og hjá­kona Michel. Hún nær flugi þegar hún gerir Elsu upp til­finningar til að skapa sér stærra rými í til­vist Michel. Bergur Þór Ingólfs­son kemur svo­lítið eins og skrattinn úr sauðar­leggnum undir lok leiks í hlut­verki Pi­er­re, mannsins sem þráir að eiga stærri hlut í lífi Nat­hali­e. Sam­leikur hans og Sigurðar Þórs er kostu­legur.

Leik­stjórinn Álf­rún Helga Örn­ólfs­dóttir setur fókusinn á narsiss­isma aðal­per­sónunnar frekar en hið mjög svo franska ennui, lífs­leiðann hvim­leiða. Þessi nálgun er yfir­borðs­kennd, skekkir verkið og dregur úr kómíkinni. Þannig af­tengist aðal­per­sónan fram­vindunni og verður á­horf­endum fjar­læg. Sömu­leiðis nýtir hún ekki dýpt stóra sviðsins, per­sónurnar eru ekki nægi­lega hreyfan­legar heldur. Henni tekst best til þegar hún undir­strikar tvö­feldni karakteranna, líkt og þeir séu að blikka á­horf­endur. Þetta eru fyndnustu at­riði sýningarinnar.

Sigurður Þór Óskars­son er í fínu grín­formi í hlut­verki Sé­bastien, eða Fucking Rat eins og hann vill vera kallaður.
Mynd/Borgarleikhúsið

Skortir til­finninga­legt hald­reipi

Leik­mynd Helgu I. Stefáns­dóttur er trés elegant, rán­dýr mínímal­ismi til að endur­spegla borgara­legan smekk. Háir hvít­málaðir veggir, vel valdar mublur og auð­vitað list sem passar vel við sófann. Búningarnir eru ekki eins vel heppnaðir þó að lita­pallettan sé fal­leg. Brúnir skór Sé­bastien stinga í stúf, fatnaður Pi­er­re ekki nægi­lega vel saman­settur og síðasta dress Nat­hali­e allt­of flókið.

Platan Me, My­self and I, eftir til­búna tón­listar­manninn Neil You­art, leikur lykil­hlut­verk í Bara smá­stund! Túlkun Álf­rúnar Helgu setur heiti plötunnar í kjarna sýningarinnar frekar en tón­listar­manninn, sem gagn­rýnandi Le Monde taldi að gæti þýtt ni­hil you are eða „þú ert ekkert“. Farsinn væri á réttum stað ef til­finninga­legt hald­reipi væri í að­stæðum. Michel virðist ekki hafa neinu að tapa og vera í raun alveg sama um fram­gang mála. Í upp­haf­legu sýningunni var Michel leikinn af Fabrice Luchini, franskri goð­sögn. Ný­lega lék hann í sjón­varps­þáttunum Call My Agent en þættirnir hverfast ein­mitt að hluta til um tog­streituna í lífi borgara­legu milli­stéttarinnar, list­rænan metnað og mis­góðar á­kvarðanir í per­sónu­lega lífinu. Hann ber þennan lífs­leiða utan á sér í þættinum, til­finningu sem allir tengja við og auð­velt er að hlæja að en narsiss­isminn kætir ekki á sama máta.

Niður­staða: Yfir­borðs­kenndur farsi sem er gaman­samur en ekki tekst að fara á dýptina sem hand­ritið býður upp á.