Syst­kinin Fjóla og Hrólfur, aðal­sögu­hetjurnar í Frankens­leiki, eru ekki ó­heppin með for­eldra þannig. Enda eru þau alltaf kynnt til sögunnar eitt­hvað á þessa leið: þau voru alls ekki vond en laus við allt í­myndunar­afl. Eitt af því sem slíkum for­eldrum finnst til­heyra er að koma börnum snemma í skilning um það sem þau telja vera sann­leika, eins og til að mynda að jóla­sveinar séu ekki til. Sem hvert manns­barn veit að er ekki rétt því hverjir aðrir ættu að sjá sér hag í því að gefa börnum í skóinn á jóla­föstunni? Ég bara spyr.

En for­eldrar Fjólu á­kveða sem sagt að færa henni þessar fá­rán­legu fréttir rétt áður en jóla­sveinarnir byrja að tínast til byggða með þeim af­leiðingum að hún fer á stúfana til að leita að þeim. Í kjöl­farið tekur sagan ó­vænta stefnu sem ekki verður rakin lengra hér nema með því að ljóstra upp um að for­eldrarnir þurfa að éta ýmis­legt ofan í sig áður en jólin ganga í garð.

Upp­runa­legar hryllings­sögur

Í nú­tímanum gleymist oft að sögurnar um jóla­sveinana, Grýlu og jóla­köttinn eru upp­runa­lega hryllings­sögur, fullar af ó­hugnaði, barna­áti, blóði og líkams­pörtum sem sjóða í pottum fram á nótt. Í þeim saman­burði dýfir Ei­ríkur Örn tánum bara rétt að­eins ofan í. En splatter er samt alltaf splatter og mögu­lega mis­bjóða frá­sagnir af blóði, líkum og som­bíum ein­hverjum, ekki síst ef það tengist jólunum. Ein­hverjum full­orðnum það er að segja, því börn hafa frá örófi alda verið á­huga­söm um hrylling og í­mynduð skrímsli sem sést best á Þjóð­sögum Jóns Árna­sonar og Grimms ævin­týrunum auk fyrr­nefndra jóla­sagna. Að taka nú­tíma­snúning á upp­vaknings­skrímsli Franken­steins og bæta ís­lensku jóla­sveinunum út í er því upp­skrift sem að öllum líkindum mun kæta flest börn á­kaf­lega og for­eldrar fá líka ýmis­legt fyrir sinn snúð í gríni og skemmti­leg­heitum. Mynd­lýsingar Elíasar Rúna eru skemmti­legar og fylla vel út í heim sögunnar.

Frankens­leikir er bráð­fyndin, spennandi og skemmti­leg saga, löðrandi í hinum sanna jóla- og jóla­sveina­anda með skvettu af hroll­vekjuminnum og karni­valísku gríni.

Löðrandi í jóla­anda

Frankens­leikir er bráð­fyndin, spennandi og skemmti­leg saga, löðrandi í hinum sanna jóla- og jóla­sveina­anda með skvettu af hroll­vekjuminnum og karni­valísku gríni. Hún snertir á ýmsum þýðingar­miklum spurningum eins og hvar jóla­sveinar dvelja á sumrin og af hverju sumum finnst nauð­syn­legt að svipta sem flesta ævin­týrinu í lífinu.

Niður­staða: Fyndin, spennandi og skemmti­leg jóla­hryllings­gleði­­saga fyrir unga sem aldna.