Tón­list

Habanera

Flytj­endur: Guð­rún Jóhanna Ólafs­dóttir, Francisco Javi­er Já­uregui gítar­leikari og Sigurður Helgi Odds­son píanó­leikari

Salurinn í Kópa­vogi

fimmtu­dagur 22. septem­ber

„Ef hægt væri að í­mynda sér að hans há­tign, Satan, myndi semja óperu, þá væri Car­men í þeim anda.“ Á þessum orðum hófst gagn­rýni um hina sí­vin­sælu óperu eftir Bizet, og birtist hún í Music Tra­de Revi­ew árið 1878. Gagn­rýnandinn fann óperunni allt til for­áttu, honum fannst hún sið­laus og aðal­per­sónurnar frá­hrindandi.

Verkið fjallar um vafa­sama lág­stéttar­konu sem með kyn­þokka sínum ógnar lífi virðu­legs, heldri manns. Þetta heyrist í tón­listinni, söngur Car­menar, sem er sígauna­kona með for­tíð, er í ó­ljósri tón­tegund, það er, lag­línurnar ferðast gjarnan upp og niður svo­nefndan krómatískan tón­stiga. Þannig skapast ó­vissa, hlustandinn veit ekki alveg hvar hann hefur Car­men, hún verður því vafa­söm í huga hans. Þar að auki er söngur hennar skreyttur dans­hrynjandi sem dregur at­hyglina að fögrum líkama hennar, enda er dans fyrst og fremst list líkamans.

Dansinn frá Havana

Frægasta at­riðið í Car­men nefnist Habanera, það er, dans frá Havana á Kúbu. Habanera var yfir­skrift tón­leika nýrrar tón­leikaraðar sem hóf göngu sína á mið­viku­dags­kvöldið. Röðin ber ber heitið Syngjandi í Salnum. Að þessu sinni hóf Guð­rún Jóhanna Ólafs­dóttir mezzó­sópran upp raust sína og var allur seinni hluti tón­leikanna helgaður habanerum eftir mis­munandi tón­skáld. Loka­at­riðið var ein­mitt arían fræga úr Car­men.

Tón­leikarnir voru vandaðir. Guð­rún Jóhanna hefur ekki mikla rödd sem sprengir í manni hljóð­himnurnar, en hún er fín­leg og blæ­brigða­rík. Söng­konan kann þá list að láta hið smáa segja heila sögu: túlkun hennar var á­vallt merkingar­þrungin og hrífandi.

Guð­rún Jóhanna og Francisco Javi­er léku á alls oddi á tónleikunum.
Mynd/Aðsend

Þar sem allir draumar rætast

Habanerurnar eftir hlé voru marg­vís­legar, stundum dramatískar, eða gæddar ljúf­sárri eftir­sjá. Hið síðar­nefnda má til dæmis segja um Vo­calise-etu­de en forme de habanera eftir Ra­vel, og líka Cancion de cuna para dormir a un neg­rito eftir Montsalvat­ge.

Youkali eftir Kurt Weill var svo fullt af sann­færandi þrá eftir útópíu þar sem allir draumar rætast, og Habaneran úr Car­men var bráð­skemmti­leg.

Ekki síst fyrir það að heilt gengi af söngvurum meðal á­heyr­enda tók ó­vænt þátt í við­laginu, sem var drep­fyndið. Sigurður Helgi Odds­son spilaði með á píanó og gerði það af vand­virkni og við­eig­andi létt­leika.

Flottur gítar­leikur

Fyrri hluti tón­leikanna var ekki síðri. Þar var með­leikari Guð­rúnar Francisco Javi­er Já­uregui, sem spilaði á gítar. Hann átti líka meira í dag­skránni, því út­setningarnar fyrir hlé voru vel­flestar eða allar eftir hann. Þær voru fjöl­breyttar og lifandi.

Fyrst fluttu þau þrjú lög eftir Atla Heimi Sveins­son sem runnu ljúf­lega niður. Aðal­at­riðið í þessum hluta efnis­skrárinnar var hins vegar nokkur banda­rísk þjóð­lög; meðal annars Black is the Col­or, I Wonder as I Wander og Wa­yfaring Stranger. Þau komu ein­stak­lega vel út.

Söngurinn var afar tjáningar­ríkur og fal­lega við­kvæmur. Gítar­leikurinn var ekki bara ein­hver grip, heldur myndaði á­hrifa­mikið, fjöl­radda mót­vægi við sönginn, fléttaðist um hann og lyfti upp í hæstu hæðir. Gítar­leikarinn fór bein­línis á kostum, og það gerði söng­konan líka. Út­koman var sjald­heyrður unaður.

Niður­staða: Vandaðir og skemmti­legir tón­leikar.