Jóni Atla Jónas­syni eru lög­reglu­konur og börn nokkuð hug­leikin þessi árin. Í skáld­sögunni And­nauð sem kom út á Stor­ytel í sumar er lög­reglu­kona sem leggur ýmis­legt í sölurnar til að eignast barn og einnig skrifaði hann fyrir nokkrum árum nokkra þætti í finnskri sjón­varps­þátta­seríu um lög­reglu­konu sem átti fatlað barn sem hafði á­hrif á líf hennar og störf.

Hvat­vís og hnífskörp

Í glæpa­sögunni Brotin er lög­reglu­konan Dóra í for­grunni en hún lifir með því að hafa fengið voða­skot í höfuðið við skyldu­störf sem hafði þau á­hrif á heilann að breyta per­sónu­leika hennar, losa um hömlur og hvat­vísi og skerpa at­hyglis­gáfuna. Þessi breyting gerir Dóru í senn af­burða góða í sínu fagi þar sem hún sér hlutina ekki eins og aðrir og kemur því oft auga á það sem öðrum yfir­sést, en einnig full­kom­lega ó­færa um að sinna starfinu þar sem hún hefur ekki stjórn á hvat­vísi sinni og hníf­s­karpri tungu.

Vinnu­fé­lagi hennar Rado á ekki síður á­huga­verða bak­sögu, allt frá því að koma til Ís­lands sem barn á flótta undan Bosníu­stríðinu að því að vera tengdur inn í helstu glæpa­gengi landsins. Saman fá þau það verk­efni að finna stálpið Morgan sem hverfur úr skóla­ferða­lagi á Þing­völlum en sagan fer svo um víðan völl inn­lendra gengja­stríða og al­þjóð­legra stór­glæpa­manna sem svífast einskis.

Brotin er í alla staði mjög vel heppnuð glæpa­saga. Jón Atli hóf feril sinn sem leik­rita­skáld og því eru per­sónurnar sér­stak­lega vel skrifaðar og trú­verðugar.

Vel heppnuð glæpa­saga

Brotin er í alla staði mjög vel heppnuð glæpa­saga. Jón Atli hóf feril sinn sem leik­rita­skáld og því eru per­sónurnar sér­stak­lega vel skrifaðar og trú­verðugar í framand­leika sínum og plottið er þykkt og safa­ríkt með ó­líkum þráðum sem að lokum bindast vel og ræki­lega saman.

Lýsingarnar á undir­heimum Reykja­víkur eru ó­þægi­lega trú­verðugar og inn­sýnin í átök milli glæpa­gengja og hvernig lög­reglan skipu­leggur rassíur er á­huga­verð og spennandi, ekki síst núna þegar raun­veru­leiki slíks færist sí­fellt nær hinum al­menna borgara. Lýsingar á slags­málum og líkams­meiðingum verða kannski full lang­dregnar, alla vega fyrir lesanda sem hefur ekki mikla þolin­mæði fyrir slíku í mynd­miðlun heldur, en virka samt til að gefa at­burðum trú­verðugan blæ.

Jón Atli hefur unnið við skriftir á sjón­varps­þáttum, bæði hér heima og er­lendis, árum saman og það er mjög auð­velt að sjá fyrir sér hvernig Brotin gæti orðið að sjón­varpsseríu. Og helst nokkrum þar sem per­sónur Dóru og Rado eiga heil­mikið inni.

Niður­staða: Vel heppnuð glæpa­saga, á­huga­verð per­sónu­sköpun og flétta sem gengur vel upp.