Um daginn var frum­sýnd sam­starfs­sýningin Eyja á Litla sviði Þjóð­leik­hússins. Eyja er úr ranni sviðs­lista­hópsins O.N. sem saman­stendur af heyrandi og heyrnar­lausu lista­fólki og sér­hæfir sig í tví­tyngdum sýningum. Hér er ekki verið að tala um er­lent tungu­mál heldur hitt ís­lenska tungu­málið, ís­lenskt tákn­mál. Eyja fer fram á báðum málum og er bæði tákn­máls­túlkuð og textuð.

Sam­fé­lag döff ein­stak­linga

Eftir­farandi skil­greiningu má finna á heima­síðu Fé­lags heyrnar­lausra: „Á Ís­landi er orðið döff notað um heyrnar­laust fólk sem talar tákn­mál. Að vera döff er að til­heyra sam­fé­lagi heyrnar­lausra og líta á tákn­mál sem sitt fyrsta mál. Sam­sömun og sjálfs­mynd eru mikil­vægir þættir í þessu sam­hengi. Að vera döff er því menningar­leg skil­greining á heyrnar­leysi.”

Þessi skil­greining er bæði gagn­leg til glöggvunar á sam­fé­lagi döff ein­stak­linga og Eyju sem snertir á mörgum þeim punktum sem fram í henni koma. Eyja er að mörgu leyti hefð­bundið fjöl­skyldu­drama. Faðirinn, höfuð fjöl­skyldunnar, er fallinn frá, börnin hans koma saman til að ganga frá eigum hans og gera upp for­tíðina. Gömul sár opnast og allt breytist þegar ó­væntan gest ber að garði.

Sýningin Eyja er samstarfssýning sviðs­lista­hópsins O.N., sem saman­stendur af heyrandi og heyrnar­lausu lista­fólki, og Þjóðleikhússins.
Mynd/Aðsend

Ára­löng þreyta

Uldis Ozols leikur Hrafn sem er döff, líkt og Uldis, og fram­vindan snýr aðal­lega að upp­lifun hans í bæði sam­fé­laginu og fjöl­skyldunni sinni. Hrafn er best skrifaði karakter leik­verksins og gerir Uldis sér mikinn mat úr því með ein­lægum leik. Hann fangar vel ára­langa þreytu Hrafns yfir því að vera úti­lokaður, húmorinn er þó aldrei langt undan. Jökull Smári Jakobs­son er ný­út­skrifaður úr Lista­há­skóla Ís­lands og er að taka sín fyrstu skref á leik­sviðinu sem takast af­bragðs vel. Tómas, kærasti Hrafns, er hlýr, af­slappaður og fyndinn í hans höndum.

Uglu, tví­bura­systur Hrafns, leikur Ást­björg Rut Jóns­dóttur en hún er einnig hand­rits­höfundurinn á­samt Sól­eyju Ó­mars­dóttur. Björn Ingi Hilmars­son leikur frum­burðinn Valdimar, elsta soninn sem fékk allt upp í hendurnar en glímir við per­sónu­leg vanda­mál. Sig­ríður Vala Jóhanns­dóttir leikur svo Eyju, ó­vænta gestinn sem skekur fjöl­skylduna. Hún, Ást­björg Rut og Björn Ingi leysa sín hlut­verk á­gæt­lega en hand­rits­gallar hamla fram­setningu þeirra.

Fyrir utan Hrafn og Tómas eru per­sónur verksins ekki nægi­lega vel skrifaðar og sögu­þráðurinn oft yfir­borðs­kenndur. Leik­ritið lifnar við þegar sam­skipta­örðug­leikarnir milli Hrafns og Valdimars blossa upp og sumar línur hitta beint í mark. Aftur á móti er mörgum spurningum ó­svarað, fram­vindan flöt og per­sónur eyða of miklum tíma í að út­skýra frekar en að segja frá náttúru­lega og leyfa á­horf­endum að fylla í eyðurnar. Um­ræðurnar um Gallau­det-há­skólann í Banda­ríkjunum eru svo draum­kenndar að þær jaðra við ævin­týri og á­kvörðun Hrafns undir lok leiksins virðist al­gjör­lega af­tengd raun­veru­leikanum.

Enginn er ey­land, sagði skáldið, en mann­fólkið er þrátt fyrir það dug­legt að ein­angra þá sem eru öðru­vísi.

Mikil­vægt skref

Leik­stjórinn Andrea Elín Vil­hjálms­dóttir finnur ein­faldar en skyn­samar lausnir í svið­setningunni, þar spila hönnun Tönju Huldar Levý Guð­munds­dóttur og hljóð­heimur Hreiðars Más Árna­sonar mikil­vægt hlut­verk. Eyja er römmuð inn með at­riðum sem notast við VV (visu­al vernacular), tjáningar­form sprottið upp úr döff-sam­fé­laginu, og heppnast einkar vel. Tákn­máls­túlkunin og textinn eru saumuð lipur­lega í leik­myndina. Eitt eftir­minni­legasta at­riðið, fyrir heyrandi ein­stak­ling, er þegar heyrandi á­horf­endur sem kunna ekki tákn­mál eru settir á jaðarinn og upp­lifa á eigin skinni hvernig er að vera úti­lokaður. Einnig má nefna ljúft augna­blik þegar Hrafn og Tómas dansa saman.

Enginn er ey­land, sagði skáldið, en mann­fólkið er þrátt fyrir það dug­legt að ein­angra þá sem eru öðru­vísi, hvort sem er innan fjöl­skyldu­einingarinnar eða í sam­fé­laginu öllu. Eyja er mikil­vægt skref í inn­gildingu fleiri hópa inn í leik­húsið, bæði sem þátt­tak­enda í list­sköpun og á­horf­enda, og þar liggur styrkur sýningarinnar en veik­leiki hennar er meló­dramatískt og á köflum væmið hand­rit.

Niður­staða: Meló­dramatísk en mikil­væg sýning.