Sýningar Ólafar Nor­dal eru til­hlökkunar­efni, því oftast veit á­horf­andinn ekki hverju hann á von á fyrr en á hólminn er komið. Hún „vinnur með menningar­arfinn“ eins og það er kallað, en sú vinna getur leitt hana um víðan völl, yfir í þjóð­sögur, mann­fræði og menningar­fræði - og ein­stöku sinnum út í ó­göngur, eins og stundum gerist þegar mikið er undir. Yfir­standandi sýning hennar í Ás­mundar­sal er hins vegar ó­venju hóf­söm, mark­viss og skýrt upp byggð, nánast inn­setning sem saman­stendur af þremur „foglum“, furðu­verum úr bronsi. Þeim er komið fyrir á háum stöllum þannig að þeir yfir­skyggja á­horf­endur.

Allt um kring hljómar svo margs konar kvak, kjank og garg, hljóð­effektar úr fugla­ríkinu eftir Hjalta, son lista­konunnar, sem er starfandi tón­skáld. Brons­steypa er nokkur ný­lunda í mynd­list Ólafar en þrátt fyrir að efnis­heimur nú­tíma­lista­manna sé nú nánast ó­tak­markaður, er mörgum þeirra enn hlýtt til gamla góða bronssins og nota hvert tæki­færi til að hag­nýta sér það. Eftir á­ferð steypunnar að dæma virðist lista­konan hafa látið stækka og steypa eftir þremur leir­skissum sínum.

Sýningar Ólafar Nor­dal eru til­hlökkunar­efni, því oftast veit á­horf­andinn ekki hverju hann á von á fyrr en á hólminn er komið.

Þar sem óttinn býr

„Foglar“ Ólafar eru sam­sett fyrir­bæri, til­tölu­lega mennskir til fótanna, vængja­lausir, en bera mis­jafn­lega af­mynduð fugls­höfuð. Þeir eru í miðju um­myndunar­ferli, brjótast um í mann­heimi en teygja sig í átt til stjarnanna. Fuglar í ein­hverri mynd koma víða fyrir í nú­tíma­list, ekki síst meðal súrreal­ista, þar sem þeir eru gjarnan tákn fyrir hugar­flugið og anda­giftina. Max Ernst teflir iðu­lega fram í verkum sínum furðu­fugli sem hann nefndi „Lop­Lop“, sem var eins konar milli­liður milli lista­mannins og hugar­heimanna þar sem óttinn (e. the un­canny) býr.

Af­kára­legt og ógnar­legt

Þannig birtist fuglinn líka í verkum nokkurra ís­lenskra lista­manna sem á tíma­bili sóttu anda­gift til súrreal­isma, til dæmis Al­freðs Flóka, Errós, Sverris Haralds­sonar og Sigur­jóns Ólafs­sonar. Sem gegn­sætt rómantískt tákn fyrir skáld­skapinn og eftir­löngun mannsins eftir æðri sann­leik kemur fuglinn hins vegar mun víðar fyrir í ís­lenskri mynd­list, til að mynda í tákn­s­æknari verkum Kjarvals og Finns Jóns­sonar. Fyrir utan Ólöfu man undir­ritaður hins vegar að­eins eftir einum öðrum lista­manni ís­lenskum, Stein­grími Ey­fjörð, sem lýsir þessu um­myndunar­ferli, „ferðinni til stjarnanna“, sem af­kára­legu, jafn­vel ógnar­legu. Ein­hvern veginn þannig skil­greina menn „grótesku“.

En þetta er líka við­horf sem markar eldri verk Ólafar, þar sem fjallað er um mann­kyn­bætur. Í því til­felli voru hug­sjónir há­timbraðar, en að­ferða­fræðin hörmu­leg.

Niður­staða: Ein­föld sýning en marg­ræð.