Lífið

Gagnrýnendur óánægðir með Fantastic Beasts 2

Erlendir gagnrýnendur virðast ekki vera ýkja hrifnir af nýjustu kvikmyndinni úr Harry Potter galdraheiminum.

Eddie Redmayne í hlutverki sínu sem Newt Scamander. Fréttablaðið/Skjáskot

Kvikmyndin Fantastic Beasts: The Crimes of Grindelwald sem væntanleg er nú í kvikmyndahús hefur ekki heillað erlenda gagnrýnendur til þessa. 

Myndin er tíunda kvikmyndin sem gerist í veröld galdrastráksins Harry Potter en einhver leiði virðist vera kominn í frásagnarformið ef marka má fyrstu dómana um myndina. 

Vert er að taka fram að engir spillar úr söguþræði myndarinnar eru í þessari samantekt.

Þannig virðist eitt af meginþemum í gagnrýni á myndarinnar snúast um að í henni sé lagt of mikið upp úr stærri og flóknari söguþræði en hægt sé að koma fyrir í einni kvikmynd. Virðist vanta alvöru „Harry Potter töfra.“  

„Myndin er skemmtileg eins og við mátti búast en mikið af töfrunum úr fyrstu myndinni hafa glatast í flóknum söguþræði sem snýst um of margar persónur. Þá rembist myndin of mikið við að leggja línurnar fyrir söguþræði framhaldssmynda,“ segir Peter Bradshaw, gagnrýnandi The Guardian

Galdraheimurinn áhugaverður en það er ekki nóg þegar Newt er ekki Harry 
„Risastór og áhugaverð galdraveröld er einungis hálf sagan, það þurfa þrátt fyrir allt að vera til staðar áhugaverðar persónur og heillandi sögur og það er nákvæmlega þetta sem vantar í myndina,“ segir Andrew Barker, gagnrýnandi Variety.  Myndin hefur einnig verið sökuð um að vera hreinlega „óspennandi og leiðinleg.“

Þá kvartar annar gagnrýnandi yfir því að Newt Scamander, aðalpersóna myndarinnar, sé enginn Harry Potter. Hann virðist enn, í mynd númer tvö, ekki vita hvað hann vill „annað en að vera Steve Irwin galdramannaheimsins.“

Johnny Depp og Grindelwald báðir vonbrigði
Þá gagnrýna nokkrir gagnrýnendur einnig frammistöðu Johnny Depp í hlutverki Grindelwald. Er Depp sagður virka „áhugalaus“ í „enn annarri frammistöðu þar sem hann fer í einhvern búning og setur upp skrítinn hreim.“ Handritið virðist hins vegar einnig hafa þar áhrif ef marka má Eric Eisenberg hjá CinemaBlend

„Grindelwald eru mikil vonbrigði en stærstu vandamálin snúa að því hve lítinn skjátíma persónan fær. Við vitum að hann er snjall, illur og hættulegur en við vitum aldrei neitt meira. Hann er bara vondur og þannig er það bara.“

Jude Law þykir góður sem Dumbledore.

„Af hverju var ekki bara gerð mynd um ungan Dumbledore?“ 
Taka gagnrýnendur þó fram að Harry Potter aðdáendur ættu ekki að verða fyrir vonbrigðum með sjálfan heiminn sem sýndur er í myndinni en auk nýrra sjónarhorna á eldri persónur úr Harry Potter bókunum birtast urmull af nýjum stöðum og nýjum dýrum sem áhorfendur fá að kynnast. 

Aðrir muni hins vegar ekki skilja allt sem kemur fram ef þeir vita ekki nóg um Harry Potter heiminn og þá er Dumbledore og Hogwarts sagt vera það besta við myndina.

„Rowling virðist þjónusta aðdáendur með eins þunnum hætti og mögulegt er og byggir ofan á sögur sem þú þarft að hafa vitað af áður og þekkt til þess að kunna að meta.“

„Bestu atriðin í myndinni snúast um Dumbledore og þau atriði sem gerast í Hogwarts. Þá spyr maður sig af hverju var ekki bara gerð mynd um ævintýri Dumbledore í æsku?“ 

Fantastic Beasts: The Crimes of Grindelwald kemur í kvikmyndahús þann 16. nóvember næstkomandi. 

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Lífið

Garðar kokkur brauðfæðir lávarðadeildina

Lífið

335 milljóna endur­greiðsla úr ríkis­sjóði til Ó­færðar 2

Tíska

Kominn tími á breytingar

Auglýsing

Nýjast

Hall­grímur kláraði 60 kíló á átta vikum

Doktor.is: Normal Disorder?

Margir hugsan­lega á ein­hverfurófi sem þurfa enga hjálp

Forréttindi fyrir nýjan höfund

Besta ástarsaga aldarinnar?

Heiða syngur sig frá á­falla­streitu­röskun

Auglýsing