Hulda Kristín Kol­brúnar­dóttir, með­limur Gagna­magnsins, segir að sveitin sé peppuð og til­búin í kvöldið. Búið er að staðfesta að sveitin fær ekki að vera í höllinni í kvöld en þau ætla í staðinn að horfa saman á hótelinu. Sveitin er sú tólfta á svið í kvöld og verður, líkt og á fimmtudag, notast við upptöku frá æfingu sveitarinnar.

„Við vorum í testi, seinasta testinu og við erum öll nega­tív, fyrir utan Jóa. Það eru mjög góðar fréttir,“ segir Hulda Kristín um stöðuna í dag.

Það er alveg búið að stað­festa að þið getið ekki verið í Euro­vision-höllinni í kvöld?

„Já, það er alveg búið að því,“ segir hún.

Og líka ef þið vinnið?

„Já, það er al­ger­lega búið að taka fyrir það.“

Á myndinni eru þau Daði Freyr og Hulda Kristín.
Fréttablaðið/EPA

Passa upp á hvort annað

Eruði með plan fyrir kvöldið?

„Við ætlum að hafa það kósí upp á hóteli. Vera peppuð í kvöldið,“ segir Hulda Kristín.

Hún segir að ferðin hafi verið ó­hefð­bundin og þau hafi sinnt við­tölum og öðru í gegnum Zoom.

„Við höfum ekki farið í höllina í um viku. Höfum bara verið uppi á hóteli,“ segir hún.

Hún segir að til­finningarnar hafi farið upp og niður á meðan þau hafa verið í Rotter­dam en að þau séu dug­leg að tjékka á hvoru öðru.

„Við pössum upp á okkar fólk,“ segir hún.

Úkraína og Frakkland í uppáhaldi

Spurð um keppnina og aðra kepp­endur segir Hulda Kristín að henni lítist vel á og að hún búist við flottri keppni í kvöld. Hún segir að upp­á­höldin hennar séu Úkraína og Frakk­land.

Hefurðu eitt­hvað að segja við ís­lensku þjóðina fyrir kvöldið?

„Skemmtið ykkur ó­geðs­lega vel í kvöld. Við ætlum að gera það líka og sjáumst á klakanum,“ segir Hulda Kristín en hópurinn, fyrir utan Jóhann, kemur heim á morgun. Jóhann, sem greindist með CO­VID-19 í vikunni, fer í næsta test á mánu­dag og þá kemur í ljós hvenær hann getur flogið heim.

Að­spurð hvað hún ætli að gera þegar hún kemur heim segir Hulda Kristín að hennar fyrsta verk verði að knúsa hundinn sinn og fjöl­skylduna um leið og hún má.