Breska konungs­fjöl­skyldan upp­lifði erfiðan dag í gær þegar þrjár slæmar fréttir bárust al­menningi innan úr höllinni. Því er slegið upp í frétt Sky að fjöl­skyldu­með­limir hafi ef­laust spurt sig: „Hve­nær lýkur þessu?“

Til­efni mar­traðar­dagsins eru í fyrsta lagi fréttir þess efnis að breski hæsti­rétturinn ætli sér að fjalla um mál Andrésar Breta­prins, upp­á­halds sonar Elísa­betu vegna meintra kyn­ferðis­brota. Í öðru lagi fréttir af því að góð­gerðar­sjóður Karls Breta­prins hefði sam­þykkt dular­fulla greiðslu rúss­nesks auð­jöfurs og í þriðja lagi fréttir af því að bresk lög­reglu­yfir­völd ætli sér ekki að rann­saka um­deilt við­tal BBC við Díönu prinsessu.

Upp­á­halds­sonurinn enn í vand­ræðum

Hæsti­réttur Bret­lands til­kynnti í gær að hann hefði sam­þykkt beiðni lög­manna Virginiu Guiffre um að óska eftir upp­lýsingum frá prinsinum vegna stefnu hennar gegn prinsinum fyrir banda­rískum dóm­stólum.

Virginia hefur um ára­bil sakað Andrés, sem er upp­á­halds­sonur Elísa­betar, um að hafa brotið á sér kyn­ferðis­lega þegar hún var táningur í teiti hjá milljarðar­mæringnum Jef­frey Ep­stein. Ep­stein lést í fangelsi en upp hafði komist um viða­mikil mansals-og kyn­ferðis­brot milljarðar­mæringsins gegn tugum barna.

Í frétt Sky kemur fram að lög­maður Andrésar geri lítið úr tíðindunum. Hann hafi þegar sett sig í sam­band við hæsta­réttinn og muni starfa með þeim með öllum þeim hætti sem hægt er. Andrés hefur ætíð neitað sök, meðal annars í um­deildu sjón­varps­við­tali þar sem prinsinn ofsa­svitnaði og sagðist bara hafa verið á pizza­stað með fjöl­skyldunni.

Peningarnir gefnir á vafa­sömum for­sendum

Þá þykir málið sem upp kom í gær vegna góð­gerðar­sjóðs Karls Breta­prins einkar vand­ræða­legt fyrir konungs­fjöl­skylduna. Fregnir bárust af því í gær að stjórnar­maður í góð­gerðar­sjóði hans hefði sagt upp störfum eftir að í ljós kom að hann hafði sam­þykkt himin­háar greiðslur frá rúss­neskum milljóna­mæringi eftir að siða­nefnd sjóðsins hafnaði greiðslunum.

Í frétt Guar­dian um málið segir að Dou­glas Connell, for­maður góð­gerðar­sjóðsins hafi þegið hundrað þúsund pund frá Dmi­try Leus. Leus þessi er rúss­neskur viðsipta­jöfur en hann sætti meðal annars rann­sókn árið 2004 fyrir meinta peninga­þvotta­starf­semi. Sagðist hann vera fórnar­lamb pólitískra of­sókna.

Sögðust aðrir stjórnar­með­limir góð­gerðar­sjóðsins í á­falli vegna málsins. Þeir hafi ekkert vitað um greiðslurnar. Málið þykir sér­stak­lega vand­ræða­legt fyrir prinsinn, sem skrifaði milljóna­mæringnum sér­stakt þakkar­bréf. Þar lagði hann til að þeir gætu hist þegar CO­VID fár­viðrinu væri lokið. Sjóðurinn sé auk þess þegar til rann­sóknar vegna greiðslna frá sádí arabískum milljarða­mæringi.

Málið þykir vandræðalegt fyrir hinn verðandi kóng.
Fréttablaðið/Getty

Sakaður um að hafa blekkt Díönu

Bresk lög­reglu­yfir­völd til­kynntu í gær að þau hyggðust ekki rann­saka meintar blekkingar BBC og sjón­varps­mannsins Martin Bas­hir í garð Díönu prinsessu fyrir sögu­frægt við­tal sem hann tók við hana árið 1995.

Með­al þess sem Dí­an­a sagð­i í við­tal­in­u var að „við vor­um þrjú í hjón­a­band­in­u“ og átti þar við sam­band eig­in­­manns síns og Cam­ill­a Park­er-Bow­­les en þau gift­u sig árið 2005. Dí­an­a sagð­i einn­ig frá bar­átt­u sinn­i við fæð­ing­ar­­þung­­lynd­i og átr­ösk­un en meir­a en 23 millj­ón­ir horfð­u á við­tal­ið á sín­um tíma.

Mart­in Bas­hir hef­ur ver­ið sak­að­ur af Spenc­er jarl, bróð­ur Dí­ön­u, um að hafa beitt blekk­ing­um til að fá hana til að sam­þykkj­a við­tal­ið. Spenc­er seg­ir að Bas­hir hafi af­hent henn­i fals­að­ar ban­ka­­upp­­­lýs­ing­ar sem hann sagð­i sýna að tveir hátt­­sett­ir með­lim­ir bresk­u hirð­ar­inn­ar hefð­u feng­ið greitt frá leyn­i­­þjón­ust­u Bret­lands til að veit­a upp­­­lýs­ing­ar um hana.

Bresk­a rík­is­út­­varp­ið hef­ur áður beð­ist af­­sök­un­ar á að föl­s­uð gögn hafi ver­ið not­uð með þess­um hætt­i en það hafi „ekki haft nein á­hrif á á­­kvörð­un henn­ar um að sam­þykkj­a við­tal­ið.“

Áður hefur breska lávarða­deildin rann­sakað til­drög við­talsins og gefið út 127 síðna skýrslu um málið. Hún kom út í maí síðast­liðnum. Er það af­staða lög­reglunnar, eftir að hafa metið um­rædda skýrslu að meint brot Bas­hir séu ekki nægjan­leg til­efni til lög­reglu­rann­sóknar.

Horfa má á heimildarmynd Channel 4 um hið umdeilda viðtal hér að neðan: