Fyrir tveimur árum síðan lést söngvari hljómsveitarinnar Soungarden og Audioslave, Chris Cornell, á hótelherbergi sínu í Detroit. Urskurðað var af dánarmeinafræðing að orsök andláts hans hafi verið sjálfsvíg. Lífvörður hans kom að honum meðvitundarlausum með æfingarband um hálsinn. Chris hafði áður rætt á opinskáan hátt um þunglyndi og fíkn sína.

Nú eru ekkja Chris og fyrrum eiginkona hans komnar í hár saman. Chris og ekkja hans, Vicky Karayiannis, höfðu verið gift síðan árið 2004, sama ár og hann skildi við fyrrum eiginkonu sína, Susan Silver, til tuttugu ára. Ánafnaði Chris Vicky og fjölskyldusjóði sínum, allar eignir sínar, sem að andvirði námu um 20 mílljónir bandaríkjadala.

Vixky ásamt börnum hennar og Chris, Toni og Christopher Nicholas.
Mynd/Nordic Photos

Susan hafði áður starfað sem umboðsmaður Chris, en hann átti með henni eina dóttur að nafni Lillian Jean. Susan vildi meina að ekki hafi verið staðið á skilum á greiðslum til Lillian sem Chris hafi lofað fyrir andlátið. Á sama skapi hafi hann lofað að borga fyrir háskólanám Lillian, sem ekki hefur verið staðið við eftir dauða hans. Susan segir nú að Vicky sé alveg hætt að standa á skilum á þeim mánaðarlegu fjárhærðum sem samið hafi verið um. Því stendur Susan nú í málaferlum við Vicky, en enn hefur ekki verið dæmt í málinu.

Mikil ósætti og illindi voru milli Susan og Chris á meðan skilnaði þeirra stóð árið 2004. Sakaði söngvarinn Susan um að hafa haldið Grammy-verðlaunum hans og verðmætum gíturum í gíslingu.