„Hún er ólýsanleg þetta er bara magnaðasta sem ég hef lent í. Ég er bara svo þakklátur fyrir stuðninginn frá Íslandi, bara að þetta hafi heppnast svona,“ segir Eyþór Ingi Eyþórsson, trommuleikari í samtalið við blaðamenn Fréttablaðsins sem eru staddir á Eurovision í Tórínó.

„Ég er bara ekki alveg tengd, ég veit ekki alveg hvað er að gerast. Ég er svo stolt af hópnum. Þetta var bara besta moment sem ég hef upplifað hjá þeim,“ segir Lay Low höfundur lagsins. Hún segir að það hafi einhver sál og tilfinning komið yfir stelpurnar, sem gaf henni gæsahúð.

„Við erum semsagt að fara vinna þetta. Ekki stilla væntingunum í hóf bara kýlum á þetta, tökum þetta alla leið,“ segir Felix Bergsson frá Ríkissjónvarpinu.