Samkvæmt fyrstu tölum úr Reykjavík er Reykjavík fallin og Framsóknarflokkurinn að finna góðan sigur með fjóra menn inni.

Viðbrögð netverja við þessum fyrstu tölum úr Reykjavík eru misjöfn eins og gefur að skilja. Sumir ánægðir og óska Framsókn til hamingju með kosningasigurinn. Aðrir fúlsa við.

Andrés Jónsson almannatengill telur ljóst að Einar Þorsteinsson sé nýr borgarstjóri við þessar tölur óháð því hvort hann snýr sér til vinstri eða hægri.

Valur Grettisson bendir á að hinn fallni meirihluti þurfi ekki á Framsókn að halda til að styrkja sig heldur dugi tveir borgarfulltrúar Sósíalista.