Í dag voru birtar fyrstu myndirnar úr fyrstu ís­lensku þátta­röðinni sem fram­leidd er fyrir Net­flix, Katla. Í til­kynningu segir að um sé að ræða „til­finninga­þrungna og dular­fulla vísinda­skáld­sögu­þætti úr smiðju leik­stjórans Baltasars Kormáks.“ Þættirnir eru alls átta og verða bráð­lega teknir til sýningar á Net­flix. Hand­rit þáttanna er skrifað af Baltasi Kormáki, Sigur­jóni Kjartans­syni, Davíð Má Stefáns­syni og Lilju Sigurðar­dóttur. Börkur Sigthorsson og Thora Hilmarsdóttir leikskýrðu þáttunum auk Baltasar Kormáks.

Með hlut­verk fara Guð­rún Ýr Ey­fjörð eða GDRN, Íris Tanja Flygen­ring, Ingvar Sigurðs­son, Þor­steinn Bachmann, Sól­veig Arnars­dóttir, Guð­rún Gísla­dóttir, Baltasar Breki, Björn Thors, Haraldur Ari Stefáns­son, Birgitta Birgis­dóttir, Helga Braga Jóns­dóttir, Björn Ingi Hilmars­son, Al­dís Amah Hamilton, Hlynur Atli Harðar­son og Svíarnir Aliette Op­heim and Valter Skarsgård.

Um Kötlu: Einu ári eftir eld­gos í Kötlu hefur lífið í frið­sæla smá­bænum Vík breyst til muna. Eld­stöðin er enn þá virk og jökul­ísinn ofan við gos­opið að ein­hverjum hluta bráðnaður. Bærinn hefur verið rýmdur og eins svæðið í kring en einungis er hægt að komast þangað með því að fara yfir Markar­fljót. Þeir ör­fáu bæjar­búar sem eftir eru ná að halda nauð­syn­legri þjónustu í sam­fé­laginu gangandi og þrátt fyrir frá­bæra stað­setninguna er Vík orðin að nokkurs konar drauga­bæ. Á­standið verður svo enn ógn­væn­legra þegar dular­full fyrir­bæri byrja að koma undan jöklinum og hafa í för með sér af­leiðingar sem enginn gat séð fyrir.

Sjáðu meira um Kötlu á www.net­flix.com/katla

Fleiri myndir má sjá hér að neðan.

Lilja Jónsdóttir/ Netflix
Lilja Jónsdóttir/ Netflix
Lilja Jónsdóttir/ Netflix
Lilja Jónsdóttir/ Netflix
Lilja Jónsdóttir/ Netflix
Lilja Jónsdóttir/ Netflix