Að­dá­endur þátta­seríunnar The Crown fengu ó­væntan glaðning í dag þegar streymis­veitan Net­flix birti fyrstu myndirnar úr fjórðu seríu þáttanna. Í seríunni verður fylgst með fram­gangi bresku konungs­fjöl­skyldunnar á árunum 1977 til ársins 1990.

Þættirnir verða frum­sýndir á Net­flix þann 15. nóvember næst­komandi en talið er að þessi sería verði ein sú besta þar sem ástar­sam­band Karls Breta­prins og Díönu prinsessu verður kynnt til leiks í fyrsta sinn. Auk þess sem Elísa­bet drottning og Margaret Thacher fara í hár saman.

Corrin þykir mjög lík prinsessunni í útliti.
Mynd/Vanity Fair

Sannfærandi gervi

Í dag fengu að­dá­endur smjör­þefinn af í­burðar­miklum þáttunum og fengu að bera aðal­hlut­verk þáttanna augum. Breska leik­konan Emma Corrin setur sig í hlut­verk Díönu prinsessu og þykir hún minna mjög á prinsessuna heitt­elskuðu. Díana var gift Karli Breta­prinsi frá 1981 til 1996 og naut gríðar­legra vin­sælda um heim allan. Hún lést í bíl­slysi í París árið 1997 vegna mikils á­gangs blaða­snápa.

Gilli­an Ander­son fer með hlut­­verk Margaret Thatcher, umdeilds for­sætis­ráð­herra Bret­lands, sem gengdi embættinu á árunum 1979 til 1990.

Gillian Anderson túlkar hina umdeildu Thatcher í þáttunum.
Mynd/Vanity Fair
Það hafa flestir heyrt um dramatískt samband þeirra Karls og Díönu.
Mynd/Netflix
Olivia Coleman fer með hlutverk drottningarinnar.
Mynd/Vanity Fair