„Verið vel­komin í Tinder laugina en Tinder laugin er nýr stefnu­móta­þáttur sem snýst um að finna drauma­makann á mjög skemmti­legan og öðru­vísi hátt,“ segir Lína Birgitta Sigurðar­dóttir, þátta­stjórnandi nýs ís­lensks stefnu­móta­þáttar sem frum­sýndur var í dag á sam­fé­lags­miðlum.

„Þetta verður í raun eins og Djúpa laugin með Tinder í­vafi,“ sagði Lína í síðasta mánuði í sam­tali við Frétta­blaðið. Þættirnir eru settir upp þannig að, líkt og í Djúpu lauginni, er einn spyrill og þrír kepp­endur sem keppast um að vinna stefnu­­mót með því að svara spurningum um per­­sónu­­leika sinn.

Þátturinn var tekinn upp á veitinga­staðnum Hard Rock Café í mið­borg Reykja­víkur. Kynntu kepp­endurnir þrír, Rebekka Rún, Tinna og Marta Karen sig í upp­hafi þáttarins. Rebekka hefur verið ein­hleyp í rúmt eitt og hálft ár, Tinna í þrjú ár og Marta í þrjár vikur.

Spyrillinn að þessu sinni er Gauti Gunn­laugs­son, flug­þjónn hjá Icelandair. „Þetta er skemmti­legt tæki­færi og ef ég kynnist ein­hverjum er það bara frá­bært,“ segir Gauti þegar hann er spurður hvað komi til að hann taki þátt.

Gauti spyr kepp­endurna svo að fjöl­mörgum spurningum, þar á meðal hvaða kvik­mynda­titill myndi best lýsa nafninu þeirra. Svarar ein þeirra „Marl­ey and me“ og vísar þar í hvolpa­myndina víð­frægu með Owen Wil­son og Jenni­fer Ani­ston. „Ég held að tvö sé að fara að fá sím­tal frá dýra­verndar­nefnd,“ segir Gauti léttur. „Nei guð minn góður, ég er ekki svona!“ segir hún þá.

Þáttinn má sjá í heild sinni hér að neðan.