Fyrsti þáttur Krúnu­varpsins, hlað­varps Frétta­blaðsins um Game of Thrones er kominn á netið og má hlusta á þáttinn hér að neðan. Þátturinn verður gefinn út viku­lega sam­hliða hverjum þætti af Game of Thrones.

Gestur þáttarins að þessu sinni er Samúel Karl Óla­son, blaða­maður á Vísi og einn fremsti Game of Thrones sér­fræðingur Ís­lands. Í þættinum er farið yfir það sem allir eru að tala um þessar mundir, fyrsta þáttinn í áttundu seríu af Game of Thrones sem sýndur var í byrjun vikunnar.

Til að gæta þess að eyði­leggja ekki fyrir neinum sem ekki hefur séð þáttinn verður ekki farið með ítar­legum hætti yfir sam­ræðurnar hér en helstu at­riði þáttarins eru rædd og að sjálf­sögðu hvað þátturinn þýðir fyrir fram­haldið. „Hvað er Jon?“ er meðal spurninga sem farið verður yfir.

Gerð er heiðar­leg til­raun til að ná öllum helsta Game of Thrones fróð­leiknum frá Samúel og það er ljóst að hörðustu að­dá­endur þáttanna geta ekki látið hlað­varpið fram­hjá sér fara.

Frétta­blaðið verður með ítar­lega Game of Thrones um­fjöllun á vefnum á næstu vikum á meðan sýningu þáttanna stendur yfir.