Sigga Beinteins, Júróstjarna og söngkona, rifjar upp skemmtilegar sögur úr Eurovision í fyrsta þætti af Júró með Nínu og Ingunni.

„Þetta veit enginn. Ég er að segja ykkur þetta í fyrsta sinn,“ segir Sigga um sviðsetninguna fyrir Eitt lag enn árið 1990.

Hún talar um búningana, dansinn og hárið á Grétari Örvarssyni. „Hann verður örugglega brjálaður þegar ég segi frá þessu.“

Í þættinum er hitað upp fyrir Eurovision 2022 sem fer fram í Torino í maí. Nína Richter og Ingunn Lára kryfja lögin í keppninni og reyna að finna út hvað gerir hið fullkomna Eurovision teiti. Fréttablaðið fer svo alla leið til Torino til að skyggnast bak við tjöldin og gefa áhorfendum heima á Íslandi ítalska menningu beint í æð.

Hér fyrir neðan má sjá fyrsta þáttinn.

Hægt er að sjá þáttinn í heild sinni ásamt öllum þáttum þegar þeir birtast á vef Hringbrautar.