Fyrsti sam­lestur á söng­leiknum Chi­cago fór fram í Sam­komu­húsinu á Akur­eyri í vikunni. Leik­fé­lag Akur­eyrar frum­sýnir Chi­cago í janúar 2023 og fer fjöldi þekkta leikara og söngvara með hlut­verk í sýningunni.

„Þetta var æðis­legt, ó­trú­lega skemmti­legt og fyndið og það er valinn maður í hverju rúmi,“ segir Marta Nor­dal, leik­hús­stjóri Leik­fé­lags Akur­eyrar og leik­stjóri Chi­cago.

Með aðal­hlut­verk í Chicago fara Jóhanna Guð­rún, Þór­dís Björk Þor­finns­dóttir, Björg­vin Franz Gísla­son, Margrét Eir, Bjart­mar Þórðar­son og Arn­þór Þór­steins­son.
Mynd/Aðsend

Með aðal­hlut­verk fara Jóhanna Guð­rún, Þór­dís Björk Þor­finns­dóttir, Björg­vin Franz Gísla­son, Margrét Eir, Bjart­mar Þórðar­son og Arn­þór Þór­steins­son. Með önnur hlut­verk fara Ahd Tamimi, Jónína Björt Gunnars­dóttir, Elma Rún Kristins­dóttir, Kata Vignis­dóttir, Anita Þor­steins­dóttir og Molly Carol Birna Mitchell. Um dans­hreyfingar sér Lee Proud, tón­listar­stjóri er Þor­valdur Bjarni Þor­valds­son og leik­mynda­hönnuður er Eva Sig­ný Berger.

Chi­cago er einn þekktasti söng­leikur leik­hús­bók­menntanna og hefur unnið til fjölda verð­launa frá því hann var frum­sýndur á Broa­dway 1975. Upp­setning verksins frá 1996 er lang­lífasta Broa­dway-sýning sögunnar en hún er enn í gangi, 26 árum síðar. Meðal þekkta leikara sem hafa leikið í Chi­cago eru Liza Minnelli, Pamela Ander­son, Brooke Shields, Pat­rick Swa­yze og Jerry Springer. Árið 2002 var gerð kvik­mynd eftir söng­leiknum með C­at­herinu Zetu-Jones, René­e Zellweger og Richard Gere í aðal­hlut­verkum sem vann til sex óskars­verð­launa.