Lífið

Fyrsti sam­kyn­hneigði karl­ráð­herrann: „Ég er eins og ég er“

Guðmundur Ingi Guðbrandsson segist nær aldrei hafa mætt mótstöðu vegna kynhneigðar sinnar.

Guðmundur Ingi er samkynhneigður. Fréttablaðið/Anton Brink

Í mörgum löndum sætir hinsegin fólk ofsóknum og ofbeldi og bakslag hefur orðið í réttindamálum á mörgum stöðum sem er verulegt áhyggjuefni. Þetta þarf að breytast.“ Þetta segir Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfis- og auðlindaráðherra á Facebook.

Guðmundur Ingi er fyrsti opinberlega samkynhneigði karlmaðurinn á Íslandi til að gegna ráðherraembætti. Hann segist þakklátur þeim sem ruddu brautina á Íslandi og segist meðvitaður um að líf hans væri allt öðruvísi í dag ef hann hefði fæðst í landi þar sem réttindi samkynhneigðra eru af skornum skammti.

Tilefni skrifanna er gleðigangan sem fram fer á morgun. Guðmundir Ingi segir að hann sé þakklátur fyrir að búa í þjóðfélagi þar sem kynhneigð sé ekkert tiltökumál; í samfélagi þar sem hann hafi nær aldrei mætt mótmlæti sökum kynhneigðar sinnar. „En það er samt staðreynd að fordómar eru enn til staðar á Íslandi í garð hinsegin fólks og við verðum að halda áfram á réttri braut og megum ekki sofna á verðinum. Sýnileiki og fræðsla skipta miklu máli.“

Ráðherrann segist í göngunni á morgun ætla að hugsa til hinsegin fólks um allan heim sem berst fyrir því að fá að lifa lífinu á eigin forsendum. „Ást er ást. Ég er eins og ég er. Það þarf ekki fleiri orð en þessi.“

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Fólk

Möguleikarnir nær óþrjótandi

Lífið

Ástin blómstrar eftir Bachelorinn: „Ég vildi fara heim með henni“

Lífið

Eiga von á eineggja tví­burum

Auglýsing

Nýjast

Lokkandi leirtau úr Landmannalaugum

Afskaplega gott að syngja eftir Jón Ásgeirsson, það virkar allt

Kóngur ofurhuganna

Landsliðs­strákar skemmtu sér á Miami eftir lands­leik

Fantasían Storm­sker hlaut barna­bókar­verð­launin

Fann kraftinn minn aftur

Auglýsing