Lífið

Fyrsti sam­kyn­hneigði karl­ráð­herrann: „Ég er eins og ég er“

Guðmundur Ingi Guðbrandsson segist nær aldrei hafa mætt mótstöðu vegna kynhneigðar sinnar.

Guðmundur Ingi er samkynhneigður. Fréttablaðið/Anton Brink

Í mörgum löndum sætir hinsegin fólk ofsóknum og ofbeldi og bakslag hefur orðið í réttindamálum á mörgum stöðum sem er verulegt áhyggjuefni. Þetta þarf að breytast.“ Þetta segir Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfis- og auðlindaráðherra á Facebook.

Guðmundur Ingi er fyrsti opinberlega samkynhneigði karlmaðurinn á Íslandi til að gegna ráðherraembætti. Hann segist þakklátur þeim sem ruddu brautina á Íslandi og segist meðvitaður um að líf hans væri allt öðruvísi í dag ef hann hefði fæðst í landi þar sem réttindi samkynhneigðra eru af skornum skammti.

Tilefni skrifanna er gleðigangan sem fram fer á morgun. Guðmundir Ingi segir að hann sé þakklátur fyrir að búa í þjóðfélagi þar sem kynhneigð sé ekkert tiltökumál; í samfélagi þar sem hann hafi nær aldrei mætt mótmlæti sökum kynhneigðar sinnar. „En það er samt staðreynd að fordómar eru enn til staðar á Íslandi í garð hinsegin fólks og við verðum að halda áfram á réttri braut og megum ekki sofna á verðinum. Sýnileiki og fræðsla skipta miklu máli.“

Ráðherrann segist í göngunni á morgun ætla að hugsa til hinsegin fólks um allan heim sem berst fyrir því að fá að lifa lífinu á eigin forsendum. „Ást er ást. Ég er eins og ég er. Það þarf ekki fleiri orð en þessi.“

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Menning

Hór­mónar boða koll­vörpun feðra­veldisins á nýrri plötu

Lífið

Verðlaunahátíðin tileinkuð Arethu Franklin

Lífið

Fullorðin Solla stirða togar, teygir og liðkar líkama

Auglýsing

Nýjast

Pútín og Merkel leita að góðu heimili

Þriggja herbergja blokkaríbúð á 102 milljónir

Öllu vanari kuldanum

Boð­ar end­ur­kom­u á skjá­inn eft­ir á­sak­an­ir um nauðg­un

Gleð­­in við völd í brúð­kaup­i Sögu og Snorr­­a á Suð­ur­eyr­i

Marg­menn­i á Arnar­hól og í Hljóm­skál­a­garð­in­um

Auglýsing