Lífið

Fyrsti sam­kyn­hneigði karl­ráð­herrann: „Ég er eins og ég er“

Guðmundur Ingi Guðbrandsson segist nær aldrei hafa mætt mótstöðu vegna kynhneigðar sinnar.

Guðmundur Ingi er samkynhneigður. Fréttablaðið/Anton Brink

Í mörgum löndum sætir hinsegin fólk ofsóknum og ofbeldi og bakslag hefur orðið í réttindamálum á mörgum stöðum sem er verulegt áhyggjuefni. Þetta þarf að breytast.“ Þetta segir Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfis- og auðlindaráðherra á Facebook.

Guðmundur Ingi er fyrsti opinberlega samkynhneigði karlmaðurinn á Íslandi til að gegna ráðherraembætti. Hann segist þakklátur þeim sem ruddu brautina á Íslandi og segist meðvitaður um að líf hans væri allt öðruvísi í dag ef hann hefði fæðst í landi þar sem réttindi samkynhneigðra eru af skornum skammti.

Tilefni skrifanna er gleðigangan sem fram fer á morgun. Guðmundir Ingi segir að hann sé þakklátur fyrir að búa í þjóðfélagi þar sem kynhneigð sé ekkert tiltökumál; í samfélagi þar sem hann hafi nær aldrei mætt mótmlæti sökum kynhneigðar sinnar. „En það er samt staðreynd að fordómar eru enn til staðar á Íslandi í garð hinsegin fólks og við verðum að halda áfram á réttri braut og megum ekki sofna á verðinum. Sýnileiki og fræðsla skipta miklu máli.“

Ráðherrann segist í göngunni á morgun ætla að hugsa til hinsegin fólks um allan heim sem berst fyrir því að fá að lifa lífinu á eigin forsendum. „Ást er ást. Ég er eins og ég er. Það þarf ekki fleiri orð en þessi.“

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Menning

Efna til hand­rita­sam­keppni fyrir hljóð­bækur

Kynningar

Léttum fólki lífið

Kynningar

Dorma býður frábært úrval fermingarrúma

Auglýsing

Nýjast

Bræður geðhjálpast að

Hreyfiafl þarf til að knýja mann áfram

Reyndi að komast um borð í flugvél nakinn

Dæm­ir um trú­v­erð­ug­­leik­a þekktr­a kvik­­mynd­a­­sen­a

Lands­liðs­maður í fót­bolta selur kveðjur

Drengurinn sem lifði af – lifir enn

Auglýsing