Flesta langar til að eiga sinn drauma­garð og láta sig dreyma hvernig hann á að líta út. Hjónin Stefán Einar Stefáns­son for­maður Kampa­vín­fjelagsins og eigin­kona hans Sara Lind Guð­bergs­dóttir fjár­festu í nýju endar­að­húsi í Urriða­holtinu. Þar átti eftir að vinna svæðið utan­húss og þar á meðal að hanna garðinn.

Eftir að hafa fylgst með Birni Jóhanns­syni lands­lags­arki­tekt í þættinum Matur og heimili og á sam­fé­lags­miðlum og séð hönnun hans á kampa­víns­veggjunum sem hafa notið mikilla vin­sælda langaði þau til að hanna sinn drauma­garð, kampa­víns­garð, sem myndi falla að þeirra óskum.

Þau fengu því Björn lands­lags­arki­tekt til liðs við sig og hanna fyrir þau drauma­garðinn, fyrsta kampa­víns­garðinn á Ís­landi.

Í þættinum Matur og Heimili fær Sjöfn Þórðar þátta­stjórnandi að fylgjast með hönnuninni og fram­kvæmdunum frá upp­hafi til enda og sjá kampa­víns­garðinn verða að veru­leika, sá fyrsta og eina á Ís­landi.

Heiti potturinn er kringlóttur með sæti allan hringinn til þess að rúma sem allra flesta þegar veislurnar eru vinsælar.
Fréttablaðið/Valli

Innstu leyndar­málin rætt á trúnó­bekknum

Kampa­víns­garðurinn var hannaður í metnaðar­fullu sam­starfi lands­lags­arki­tektsins og garð­eig­enda og út­koman eftir því. Þessi garður varð til þegar Stefán Einar og Björn hjá Urban Beat lögðust saman á árarnar til þess að skapa veislu­garð sem á sér engan líkan.

„Garðurinn fékk svo nafnið Kampa­víns­garðurinn enda taka stemning og út­lit mið af öllu því skemmti­lega sem við tengjum við kampa­vín og kampa­víns­drykkju. Þarna eru kampa­víns­veggir til að leggja frá sér drykki, trúnó­bekkur þar sem hægt er að ræða innstu leyndar­málin og svo auð­vitað vel búið úti­eld­hús til þess að reiða fram ljúffenga rétti,“ segir Stefán Einar.

„Svo eru að sjálf­sögðu spa-svæði með heitum potti og gufu­baði þar styrkja má andann og láta líða úr þreyttum beinum,“ segir Björn.

Björn er jafn­framt í góðu sam­starfi við Ei­rík Garðar Einars­son og Hörð Lúthers­son hjá Garða­þjónustunni þegar kemur að fram­kvæmdin sjálfri, verkinu að láta drauma­garðinn verða að veru­leika eftir hönnun Björns. Ei­ríkur og Hörður tóku á öllum þeim á­skorunum sem upp komu meðan á verkinu stóð í sam­ráði við Björn og segja að það skipti sköpun að vera í góðu sam­starfi þegar út svona verk­efni er farið.

„Þetta auð­veldar vinnu iðnaðar­mannanna tals­vert og meiri gaumur er gefin að smá­at­riðum,“ segir Ei­ríkur og bætir við að smíðin á sánanu hafi verið ein­stak­lega skemmti­leg og um­gjörðin kringum pottinn hafi verið á­skorun enda allt hand­gert.

Útiflísarnar eru fá VÍDD og eru með fallegri áferð sem minna á ljósa drykkir og búbblurm og hafa fengið nafn með rentu, kampavínsflísar.
Fréttablaðið/Valli

Tíma­laus form, efni og á­ferð

Þegar kom að því að hanna garðinn horfðu bæði garð­eig­endur og Björn til þess að vera með tíma­laus form.

„Við hönnun garðsins var miðað við tíma­laus form, efni og á­ferð. Þar eru notaðar flísar með ljósri á­ferð sem minnir á búbblur og ljósa drykki. Eins mun lerkið í mann­virkjum taka á sig mjúkan gráma næstu árin og endur­spegla tíma­leysi veðraðs timburs. Vinnu­borðin eru úr stein­plötum sem þola vel regn og vinda. Spa svæði er svo sér­út­búið til slökunar og nú­vitundar. Inni í gufunni er svo notast við hita­með­höndlaðan við sem þolir vel hita og raka. Heiti potturinn er hringlaga með sæti allan hringinn til þess að rúma sem allra flesta þegar veislurnar eru vin­sælar.“

Á­huga­verður og skemmti­legur þáttur um kampa­víns­garðinn sem á sér engan líkan fram­undan á Hring­braut í kvöld, fyrst klukkan 19.00 og aftur klukkan 21.00.

Brot úr þætti kvöldsins má sjá hér að neðan auk fleiri mynda af garðinum.

Sælkerakræsingarnar sem boðið var upp á pöruðust vel með búbblunum.
Mynd/Aðsend
Mynd/Aðsend
Kampavínsveggurinn er sá veggur sem Stefán Einar segir að eigi eftir að vera í mikilli notkun.
Fréttablaðið/Valli