Kvik­mynda­verið Uni­ver­sal gaf í dag út fyrstu stikluna úr væntan­legri kvik­mynd sem fjalla mun um sömu per­sónur og komu fram í Downton Abbey þáttunum vin­sælu og mun myndin að sjálf­sögðu bera sama nafn.

Lítið er vitað um eigin­legan sögu­þráð myndarinnar en vitað er að hún gerist árið 1927, ör­fáum árum eftir sögu­þræði þáttanna þegar konungurinn Georg V og konan hans, Mary, heim­sækja óðal Grant­ham fjöl­skyldunnar.

Allar stærstu stjörnur þáttanna verða á sínum stað í myndinni eins og Hugh Bonn­evil­le, Maggi­e Smith, Laura Car­michael, Penelope Wilton og Eliza­beth mcGovern auk Michelle Dockery og Jim Car­ter. Myndin er væntanleg í kvikmyndahús í september.