Boba Fett, einn frægasti manna­veiðari í heimi úr Star Wars myndunum er mættur á skjá jarðar­búa í nýrri stiklu úr sjón­varps­þáttunum Book of Boba Fett.

Þetta er fyrsta stiklan úr þáttunum sem eru sjálf­stætt fram­hald af Manda­l­orian þáttunum sem voru gríðar­lega vin­sælir á Dis­n­ey+ streymis­veitunni í fyrra og árið áður.

Þættirnir munu snúast um nýjustu ævin­týri manna­veiðarans sem fyrst sást í Star Wars myndinni Empi­re Stri­kes Back þar sem hann fangaði hinn fræga smyglara Han Solo.

Von er á fyrsta þætti á streymis­veituna þann 29. desember.