Rit­höfundurinn Fríða Ís­berg sendi á dögunum frá sér sína fyrstu skáld­sögu, Merkingu, og hefur bókin þegar vakið mikla at­hygli þrátt fyrir að hafa ekki komið form­lega út fyrr en í gær.

Út­gáfu­réttur bókarinnar hefur nú þegar verið seldur til fimm landa og býst Embla Ýr Teits­dóttir, kynningar­stjóri For­lagsins, við því að fleiri lönd muni tryggja sér út­gáfu­rétt fyrr en síðar.

„Það er ansi sjald­gæft og merki­legt að hafa selt út­gáfu­rétt á fyrstu skáld­sögu höfundar til fimm landa áður en bókin kemur út í upp­runa­landinu,“ segir Embla.

Merking er gefin út af For­laginu undir merkjum Máls og menningar en þeir er­lendu út­gef­endur sem hafa tryggt sér út­gáfu­rétt skáld­sögunnar eru eftir­farandi:

Laf­font í Frakk­landi, Hoff­man & Campe í Þýska­landi, Gylden­dal í Dan­mörku, Nor­stedts í Sví­þjóð og De Geus í Hollandi.

Fríða hefur áður sent frá sér ljóða­bækurnar Slit­förin og Leður­jakka­veður og smá­sagna­safnið Kláða sem til­nefnt var til Bók­mennta­verð­launa Norður­landa­ráðs 2020.