Fyrsta píku­safn veraldar opnaði í Cam­den í London og hefur þegar laðað að sér fjölda gesta. Á safninu kennir ýmissa grasa sem tengjast kyn­færum kvenna og er fyrstu sýningunni ætlað að upp­ræta mýtur um píkuna.

Flor­ence Schecter, stofnandi safnsins, tók til sinna ráða og hóp­fjár­magnaði píku­safnið eftir Ís­lands­heim­sókn sína. Hún segist hafa furðað sig á því að ekkert píku­­safn væri til í ver­öldinni þegar hún upp­­­götvaði að til væri reður­­safn á Ís­landi.

Þegar gengið er inn á píku­safnið blasa risa­stórir blóðugir túrtappar og álfa­bikarar við og teikningar af píkum hafa verið límdar á veggina. Í gjafa­búðinni er síðan hægt að kaupa píku-tengdan varning.

Þessir píkueyrnalokkar fást í gjafabúð píkusafnsins.
Fréttablaðið/Getty

Upp­ræta píku­mýtur

Fyrsta sýning safnsins heitir „Muff Busters“ og sam­­kvæmt Shecter Hún segir megin­­til­­gang safnsins vera að fylla í þögnina sem ríki al­­mennt um píkur.

„Það hefur al­var­­legar af­­leiðingar í för með sér líkt og þær að fólk er ekki til læknis vegna heilsu sinnar.“ Konum finnist ó­þægi­legt að tala um píkurnar sínar og leita sér til að mynda oft ekki að­stoðar eftir að þær eru beittar kyn­ferðis­of­beldi. Að sögn Scechter hafi þetta í för með sér ó­teljandi vanda­mál.

Fræða fólk um píkuna

For­svars­­menn safnsins munu koma til með að styrkja verk­efni sem tengjast kyn­heil­brigði og auk þess mun safnið starfa náið með læknum og starfs­fólki heil­brigðis­­þjónustunnar.

„Þetta er hluti líkamans sem ber að fagna,“ segir Schechter. „Safnið er frá­bær leið til að dreifa boð­­skapnum um að það sé ekkert skömmustu­­legt eða ó­­þægi­­legt við píkur og skapa­barma.“