Fyrsta lagið af nýju plötu bandarísku söngkonunnar, Beyoncé Knowles, er komið út og ber nafnið, Brek My Soul.
Líkt og Fréttablaðið greindi frá á dögunum er platan í heild sinni væntanleg síðar í sumar, eða 29. júlí næstkomandi.
Platan ber heitið Renaissance, eða endurreisn á íslensku, en Beyoncé hefur ekki gefið út plötu síðan hún gaf út Lemonade, árið 2016.
Lögin á nýju plötu Beyoncé innihalda laglínur frá nokkrum af vinsælustu lögum fyrri ára, sem dæmi danslagið frá Robin S, Show Me Love, frá árinu 1993. Þetta kemur fram á vef Vareity.