Mexíkanski veitingastaðurinn Tres Locos opnar formlega í kvöld og er ljóst er að fjölmargir hafa beðið eftir opnun staðarins þar sem hann fullbókaðist á nokkrum mínútum.
„Síminn stoppaði ekki þegar tilkynnt var um opnunina,“ segir Ásthildur Bára Jensdóttir, markaðsráðgjafi Tres Locos í samtali við Fréttablaðið. „Fyrsta kvöldið bókaðist upp á hálftíma,“ bætir hún við.
Tres Locos er systurveitingastaður Apóteksins, Fjallkonunnar, Sæta Svínsins, Tapasbarsins og Sushi Social og sami eigindahópur á bak við staðinn.
Veitingastaðurinn sem er í Hafnarstræti 4 í miðbænum er að sögn Ásthildar allur í suðrænum stíl en þar verður boðið upp á yfir 50 tegundir af Tequila og Mescal að mexíkönskum sið, ásamt suðrænum kokteilum.
„Svo munum við sérhæfa okkur í tacos, tostadas, fajitas og quesadillas,“ bætir Ásthildur við að lokum.

