Mexí­kanski veitinga­staðurinn Tres Locos opnar form­lega í kvöld og er ljóst er að fjöl­margir hafa beðið eftir opnun staðarins þar sem hann full­bókaðist á nokkrum mínútum.

„Síminn stoppaði ekki þegar til­kynnt var um opnunina,“ segir Ást­hildur Bára Jens­dóttir, markaðs­ráðgjafi Tres Locos í samtali við Fréttablaðið. „Fyrsta kvöldið bókaðist upp á hálf­tíma,“ bætir hún við.

Tres Locos er systur­veitinga­staður Apó­teksins, Fjall­konunnar, Sæta Svínsins, Tapas­barsins og Sushi Social og sami eiginda­hópur á bak við staðinn.

Veitinga­staðurinn sem er í Hafnar­stræti 4 í mið­bænum er að sögn Ást­hildar allur í suð­rænum stíl en þar verður boðið upp á yfir 50 tegundir af Tequ­ila og Mescal að mexí­könskum sið, á­samt suð­rænum kok­teilum.

„Svo munum við sér­hæfa okkur í tacos, tosta­das, fajitas og qu­esa­dillas,“ bætir Ást­hildur við að lokum.

Fréttablaðið/samsett
Ljósmynd/aðsend