Lífið

Fyrirtækjagjafir sem gleðja

Hjá Lín Design fást falleg rúmföt úr hágæðabómull, vistvænar dúnsængur og -koddar, útsaumuð handklæði og gjafapokar sem henta vel sem gjafir fyrir starfsmenn eða viðskiptavini fyrirtækja.

Fyrir jólin fást fallegir jólapokar og flöskupokar úr textíl hjá Lín Design, skreyttir með jólasveininum. MYND/EYÞÓR

Lín Design er lífsstílsverslun þar sem vandaðar vörur og falleg hönnun er í fyrirrúmi. Fyrirtækjasviðið fer stækkandi með hverju árinu og stór sem smá fyrirtæki kjósa að velja vörur frá okkur í jólapakka starfsmanna sinna,“ segir Ágústa Gísladóttir, annar eigandi Lín Design.

Allt frá upphafi hafa fögur rúmföt verið eitt aðalsmerki Lín Design. „Rúmfötin hafa verið sérlega vinsæl til fyrirtækjagjafa. Þau eru úr hreinni pima-bómull, sem er ein sú vandaðasta sem hægt er að fá og öll litun er samkvæmt Oeko-Tex stöðlum. Innblástur að hönnuninni er sóttur í íslenska náttúru og gömul, íslensk mynstur. Við bjóðum einnig upp á rúmföt í smekklegum litum. Fyrirtæki velja gjarnan mismunandi rúmföt fyrir sitt starfsfólk svo jólapakkarnir séu ekki allir eins,“ segir Ágústa.

Sérhönnun að ósk fyrirtækja

Þá sérhannar Lín Design gjafapakkningar fyrir stærri fyrirtæki, sé þess óskað, t.d. með hlýlegri kveðju til starfsmanna. „Allar pakkningar Lín Design eru vistvænar og við notum ekki plast. Rúmfötum er pakkað inn í 40x40 púðaver þannig að hver og einn fær koddaver, sængurver og púðaver,“ segir Ágústa.

Dúnsængur- og koddar hafa einnig verið vinsælar jólagjafir, bæði til starfsmanna og viðskiptavina. „Hjá okkur er eingöngu notaður andardúnn í sængur og kodda,“ segir Ágústa.

Jólapokar með íslenska jólasveininum

Helsta nýjung Lín Design eru fallegir flöskupokar úr textíl og skemmtilegir jólapokar úr striga, skreyttir með myndum og sögum af íslensku jólasveinunum.

„Gjafakortin okkar njóta líka mikilla vinsælda. Með þeim getur hver og einn keypt réttu gjöfina fyrir sig,“ segir Ágústa en hjá Lín Design fæst allt til heimilisins. „Við erum með franska gjafavöru, svo sem glös, diska og skrautmuni svo allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi.“

Lín Design tekur á móti fyrirtækjum í versluninni að Smáratorgi 1 fyrir jólin og þar er farið yfir þarfir og óskir hvers og eins varðandi fyrirtækjagjafir.

Nánari upplýsingar fást í síma 5332220, www.lindesign.is og á www.facebook.com/lindesignicel...

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Helgarblaðið

Fékk alvarlegar hótanir og lögregla vaktaði húsið

Lífið

Kim við Dra­ke: „Aldrei hóta eigin­manninum mínum“

Lífið

ESB-bol Þor­gerðar Katrínar mis­vel tekið á þingi

Auglýsing

Nýjast

Pólitískur undir­tónn í ein­stakri fata­línu Myrku

Breska konungs­fjöl­skyldan birtir jóla­korta­myndirnar

Blómin tala sig upp í met­sölu með Flóru Ís­lands

Stoppaði upp í gat á virðingu þingsins með Köku­skrímslinu

Geðs­hræring þegar for­eldrarnir slökktu á Fortni­te

Ein­mana sálir þiggja jóla­boð með tárin í augunum

Auglýsing