Ofur­fyrir­sætan Linda Evangelista greindi frá því í gær að hún væri „af­mynduð“ eftir fitu­frystingu. Kollegar hennar úr fyrir­sætu­bransanum hafa nú stigið fram og lýst yfir stuðningi við hana.

Evangelista, sem er 56 ára gömul, sló í gegn á tíunda ára­tugnum er ofur­fyrir­sæturnar réðu ríkjum. Hún segist ætla að höfða mál gegn Zeltiq Aest­hetics sem fram­kvæmdi fitu­frystinguna.

Meðal þeirra sem send hafa Evangelista stuðnings­kveðjur eru Cin­dy Craw­ford og Naomi Campell.

„Linda - styrkur þinn og kraftur er á­vallt ein­stakur og eftir­minni­legur! Bravó!“ skrifar Craw­ford í um­mælum við Insta­gram-færslu Evangelista þar sem hún greindi frá af­leiðingum lýta­að­gerðarinnar.

„Ég tek hatt minn að ofan fyrir þér og hug­rekki þínu og styrk með því að lýsa reynslu þinni og láta það ekki stjórna lífi þínu lengur... Þú veist að ég elska þig. Við elskum þig og verðum á­vallt þér við hlið,“ skrifar Naomi Campell.

„Það hefur út­heimt ó­trú­legt hug­rekki og styrk til að skrifa þetta. Ég get með sannindum sagt að ég brotnaði niður og grét við lesturinn,“ skrifar Helena Christen­sen.

Linda Evangelista gekkst undir að­gerðina fyrir fimm árum og hefur haldið sig frá sviðs­ljósinu síðan.
Fréttablaðið/Getty