Vikumatseðillinn byggist á einfaldri og fljótlegri matargerð enda stendur Sindri í ströngu þessa dagana með kokkalandsliðinu. Sindri er fyrirliði kokkalandsliðsins auk þess sem hann starfar á veitingastaðnum Héðinn Kitchen & bar.

Kokkalandsliðið hefur mikið að gera þessa dagana og segir Sindri dagana sérstaklega langa.

„Spennan vex nú þegar niðurtalning er hafin fyrir heimsmeistaramótið í matreiðslu sem hefst í Lúxemborg 26. nóvember næstkomandi,“ segir Sindri sem er spenntur fyrir keppninni enda frábært og samhentur hópur sem heldur út á næstunni.

Kokkalandsliðið hefur æft stíft undanfarnar vikur og mánuði með það að markmiði að ná frábærum árangri í Lúxemborg. Æfingar landsliðsins hófust í febrúar 2021 og hefur verið mjög skemmtilegt að fylgjast með þessum frábæra hóp vinna að markmiðum sínum.

„Þar sem kokkalífið snýst um langa vinnudaga verður maturinn á heimilinu oft einfaldur og fljótlegur. Vikumatseðillin minn einkennist af góðu hráefni sem tekur ekki langan tíma í undirbúning en samt sem áður bragðgóður. Þar sem ég er að fara að keppa með kokkalandsliðinu á Heimsmeistaramótinu í Lúxemburg núna í lok nóvember þá eru dagarnir uppteknir og gott að vera búinn að plana matinn fyrir vikuna. Þetta verður vikumatseðillinn minn þessa vikuna."

Mánudagur – Klassísk sesarsalat

„Mánudagar eru yfirleitt mjög uppteknir hjá mér og kem ég heim í seinni kantinum þá þarf ég að hafa kvöld máltíðina snögga og einfalda, ég er mjög hrifinn af því að borða góð salöt og sesarsalat hittir beint í mark hjá fjölskyldunni.“

Uppskriftin er hér.

Salatið sem hittir beint í mark.
Mynd/Hildur Rut

Þriðjudagur – Unaðslega gott fiski taco með jalapenjo- og avókadósósu

„Það að borða taco á þriðjudögum er orðið frekar vinsælt um allan heim, þetta er skemmtileg hefð og eru fiski taco í uppáhaldi hjá okkur. Ég mæli eindregið með að fólk prófi sig áfram með fisk í taco og er þessi uppskrift alveg skotheld.“

Uppskriftin er hér.

Þriðjudags-taco er vinsælt um allan heim!
Mynd/María Gomez

Miðvikudagur – Undursamlega góður pastaréttur

„Gnocchi er eitthvað sem hefur verið nýlega í uppáhaldi hjá mér, það er er snilld að kaupa gnocchi tilbúið frá DECecco einfalt og snögglegt.“

Uppskriftin er hér.

Hægt að kaupa tilbúið eða gera frá grunni.
Mynd/Berglind Hreiðarsdóttir

Fimmtudagur – Ljúffeng og holl bleikja

Uppskriftin er hér.

„Það jafnast ekkert á við ferska bleikju sem er vel elduð, bráðnar í munni og hittir alltaf í mark.“
Mynd/Hildur Rut

Föstudagur – Ekta klassískt lasagna

„Lasagna er uppáhalds matur sonar míns hann fær alltaf lasagna einu sinni í viku.“

Uppskriftin er hér.

Einfaldur réttur sem hægt er að sníða að því sem er til í ísskápnum.
Mynd/Una Guðmundsdótir

Laugardagur – Steik með sætkartöflusalati

Uppskriftin er hér.

„Á laugardögum fíra ég upp í grillinu. Rib eye er minn uppáhalds vöðvi af nautinu og einstaklega gott á grillið, steinliggur.“
Mynd/Berglind Hreiðarsdóttir

Sunnudagur – Lambaskankar og ljúffengt meðlæti

Uppskriftin er hér.

„Að borða lamb á sunnudögum hefur verið hefð síðan ég man eftir mér, skankar eru í uppáhaldi hjá fjölskyldunni.“
Fréttablaðið/Aðsend