Lífið

Fyrir ofan Abba og Michael Jackson

Plata The Vintage Caravan, Gateways, komst á topp 100 yfir mest seldu plötur Þýskalands. Fyrir neðan voru Abba, Michael Jackson og Guns N' Roses. Hljómsveitin heldur tónleika í kvöld á Akureyri áður en haldið verður í fimm vikna tónleikaferðalag.

The Vintage Caravan fagnar útgáfu nýrrar breiðskífu, Gateways, með tónleikum á Akureyri í kvöld. Platan verður flutt í heild sinni. Gateways er fjórða breiðskífa sveitarinnar og gefa útgáfurisinn Nuclear Blast og Alda hana út.

Það er ekki á hverjum degi sem maður getur sagt að maður sé fyrir ofan Abba, eða Michael Jackson. Þetta er nú meira ruglið,“ segir Óskar Logi Ágústsson, söngvari og gítarleikari rokkhljómsveitarinnar The Vintage Caravan.

Hljómsveitin gaf út á dögunum plötuna Gateways og komst hún á topp 100 listann í Þýskalandi yfir mest seldu plötur vikunnar. Var hún í 75. sæti fyrir ofan sjálfan Michael Jackson og plötu hans Thriller en í næsta sæti fyrir neðan drengina var gullplata Abba. „Ég er reyndar gríðarlegur Abba-aðdáandi,“ segir Óskar en ótrúlega margir rokkarar um allan heim eru miklir aðdáendur. „Við erum í skýjunum með þessar viðtökur og gætum ekki verið sáttari. Þetta er mikill áfangi og í raun næsta skref fyrir okkur.“

Frá útgáfutónleikum hljómsveitarinnar í Iðnó þar sem stuðið var mikið. Myndir/Bowen Steins

Hann segir að Þýskaland hafi alltaf spilað stóra rullu hjá þeim. Útgáfufyrirtæki þeirra sé í Þýskalandi og yfirleitt sé þriðjungur tónleika þeirra þar í landi.

„Þýskaland hefur alltaf verið okkar heimavöllur. Við eigum stórt og gott bakland þar og því er ótrúlega skemmtilegt að uppskera það sem við höfum verið að sá til undanfarin fjögur ár með öllum þessum túrum.“

Hljómsveitin spilar á Græna hattinum í kvöld en það eru seinni útgáfutónleikar hennar hér á landi. Fram undan er svo fimm vikna ferðalag um Evrópu til að fylgja plötunni eftir. „Það var frábært í Iðnó á útgáfutónleikunum. Maggi Kjartans kom og það voru allir í stuði. Við spilum af plötunni á Græna hattinum og svo eldra efni eftir hlé. Það er mikil tilhlökkun enda alltaf gaman að spila á Akureyri.“

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Lífið

Borgar­full­trúi pirrar sig á RÚV appinu

Lífið

Allir flokkar sýndir í beinni eftir mót­mæli Hollywood

Lífið

Raddirnar verða að heyrast

Auglýsing

Nýjast

Hanna flíkur úr ó­nýttum efna­lagerum

Eftir hundrað ár munu fleiri leika sér

Leyndarmál íslenskrar listasögu

Ætla að kné­setja kapítalið og selja nokkra boli

Líkt við Gaultier og Galliano

Í­huguðu nánast alla leikara í Hollywood fyrir Titanic

Auglýsing