Fram­bjóð­endur nokkurra flokka munu koma saman í kvöld í Nexus til að spila Dreka og Dýflissur (e. Dungeons & Dragons eða DnD) í til­efni af Al­þingis­kosningum.
Una Hildar­dóttir, fram­bjóðandi Vinstri grænna í Suð­vestur­kjör­dæmi, fékk hug­myndina að vina­leiknum og safnaði saman liði með hjálp frá Birni Leví Gunnars­syni, fram­bjóðanda Pírata.

Una og Björn setja sig í karakter á­samt Katrínu Sig­ríði J. Stein­gríms­dóttir í Við­reisn og Hannesi Þórði Þor­valds­syni úr Sjálf­stæðis­flokknum en þau eru öll vanir DnD spilarar sam­kvæmt heimildum Frétta­blaðsins.

Hægt er að fygljast með í benni hér að neðan.

Hlut­verka­spilið forn­fræga DnD er einn ó­um­deildra horn­steina vest­rænnar nörda­menningar en þar geta leik­menn búið til per­sónur sem flækjast inn í ævin­týri leidd af leik­stjórnanda sem kallast DM eða Dun­geon Master.

Gísli Gunnar Didrik­sen Guð­munds­son mun leiða fram­bjóð­endur í gegnum ævin­týrið en hann þekkir vel til sem vanur leik­stjórnandi og spuna­nörd.

Katrín Sigríður, Björn Leví, Una og Hannes Þórður munu bregða á leik í kvöld. Þau hafa ekki gefið upp um hvernig persónur þau munu leika svo Fréttablaðið ákvað að setja saman eitt mögulegt teymi.
Fréttablaðið/Samsett mynd