Sólgleraugu eins og við þekkjum þau komu fram á sjónarsviðið á fyrri hluta 20. aldar og á 3. áratug fór notkun þeirra sérstaklega að breiðast út meðal kvikmyndastjarna. Í dag eru sólgleraugu notuð álíka mikið til að skýla augunum fyrir birtu og til að tolla í tískunni og þau eru til í ótal ólíkum útgáfum sem henta ólíkum stílum og straumum. Allir helstu töffararnir rokka flott með sólgleraugu og eins og myndirnar sýna eru þau toppurinn á töffaraskap.

Rihanna er áhrifamikil í tískuheiminum og hikar ekki við að fara ótroðnar slóðir. Hún er töff með þessi sérstöku sólgleraugu. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY
Að sjálfsögðu var ekki hægt að hafa tortímandann sólgleraugnalausan,sjálfan Arnold Schwarzenegger.
Lady Gaga er alltaf flott og gengur iðulega með sólgleraugu til að leggja lokahöndina á lúkkið. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY
Tom Cruise kom af stað flugmannssólgleraugnaæði með þessu þekkta lúkki úr kvikmyndinni Top Gun.