Lífið

Furðu­lostnir túr­istar sáu for­­­setann ræða við „róna“

Þór­hallur Þór­halls­son gekk með hóp er­lendra ferða­manna fram á Guðna Jóhannes­son, for­seta Ís­lands í hróka­sam­ræðum við úti­gangs­menn á Austur­velli. Eins og ef til vill gefur að skilja trúði fólkið vart eigin augum.

Þórhallur Þórhallsson segir að erlendir ferðamenn hafi misst andlitið þegar þeir sáu forsetann á spjalli við útigangsmenn í miðbænum.

Þetta voru allra þjóða kvikindi og það kom þeim rosalega á óvart að forsetinn væri bara þarna einn án þess að það væru lífverðir með honum og papparassar í hverjum runna,” segir uppistandsgrínarinn og leiðsögumaðurinn Þórhallur Þórhallsson.

Hann var með stóran hóp erlendra ferðamann á göngu um Austurvöll í gær þegar hann rak augun í Guðna Th. Jóhannesson, forseta Íslands, í samræðum við útigangsmenn.

 „Hann er þarna að heilsa upp á rónana og spjalla við þá. Þegar ég sagði ferðamönnunum á að þetta væri forsetinn okkar þá missa þau andlitið,” segir Þórhallur og spyr: “Hvar annars staðar í heiminum?”

Fólkið átti, eðlilega kannski, bágt með að trúa að þjóðhöfðinginn væri einn á rölti, án lífvarða, að ræða daginn og veginn við fólk. Útigangsmenn jafnvel.

 „Ég held að hann hafi heyrt í mér vera að tala um hann þannig að hann veifaði til okkar og brosti vingjarnlega. Ég sagði þeim að þetta væri fullkomið dæmi um hversu lítið Ísland væri í raun og veru og hversu alþýðlegur forseti vor er.”

Þórhallur er einn af fjórum grínistum sem skiptast á að fara fótgangandi með erlendu ferðafólki um borgina. Hinir þrír eru Bjarni töframaður, Eyvindur Karlsson og Helgi Steinar Gunnlaugsson.

 „Við fylgjum liðinu um bæinn og segjum þeim frá sögu Íslands og Reykjavíkur og segjum brandara inn á milli. Þetta er sumsé fyndið og fróðlegt,” segir Þórhallur sem var ekkert að grínast í hópnum sínum þegar hann benti fólkinu, gapandi af undrun, á forsetann á Austurvelli.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Doktor.is

Doktor.is: Streita og kulnun

Lífið

Idol­kempurnar Ru­ben og Clay slá upp jóla­tón­leikum

Fólk

Uppskrift: Einfalt en gómsætt konfekt

Auglýsing

Nýjast

Lífið, alheimurinn, allt og þú

Ritstjórinn og skáldið slást um tímann

Emmsjé Gauti hannar strigaskó

Hið góða mest gúgglað árið 2018

Plötuðu milljónir Twitter not­enda fyrir skóla­verk­efni

Bjóða þeim sem eru einir á jólum í há­tíðar­kvöld­verð

Auglýsing