Leikarinn Alec Baldwin snéri aftur í gamanþáttinn Saturday Night Live í gær og lék í stuttri stiklu sem gerði grín að fundi Kanye West og Donald Trump í síðustu viku.

Sem Trump bauð hann West velkominn í Hvía húsið og þakkanði honum fyrir Yeezy strigaskó sem West átti að hafa gefið honum.

„Þeir eru fullkomnir fyrir mig því þeir eru hvítir, breiðir og þeir verða aldrei jafn mikils virði og þú segir þá vera,“ segir Baldwin um skónna.

Að því loknu tekur við leikarinn Chris Redd sem Kanye West og ræðir um ýmis samfélagsleg málefni, líkt og West gerði í heimsókn sinni á fimmtudaginn. 

Atriðið er hægt að sjá í heild sinni hér að neðan.

Tónlistarmaðurinn Kanye West hitti forseta Bandaríkjanna á fundi síðasta fimmtudag. West hefur ekki farið leynt með aðdáun sína á forsetanum og klæðist iðulega derhúfu sem slagorðum kosningaherferðar Trump „Make America great again“.

West hélt um tíu mínútna einræðu á fundi með forsetanum og ræddi þar um ýmis samfélagsleg málefni, andlega heilsu og aðdáun hans á Trump.

Sjá einnig: Trump orð­laus eftir ó­trú­lega ein­ræðu Kanye West

Hægt er að horfa á myndskeið af heimsókninni hér að neðan.