Elísabet Englandsdrottning hitti her­toga­hjónin þau Harry og Meg­han í Buckingham-höll á fundi á meðan hátíðarhöld stóðu yfir vegna 70 ára drottningarafmælis hennar. Ásamt Harry og Meg­han var sonur þriggja ára gamall sonur þeirra Archie.

The Sun greinir frá því að umræddur fundur, sem fór fram þann annan júní, hafi verið formlegur og stuttur, í raun einungis fimmtán mínútur. „Þetta var fljótlegt. Inn og út. Allt mjög formlegt,“ er haft eftir heimildarmanni blaðsins.

Skrifstofa Buckingham-hallar vildi ekki tjá sig um þennan fund.

Í sömu viku hitti Elísabet í fyrsta skipti hina eins árs gömlu Lilibet, dóttur hjónanna og langömmubarn sitt. Þó hefur verið greint frá því að Harry og Meghan hafi verið meinað að koma með ljósmyndara og taka upp þegar þær hittust fyrst.

Auk þess var greint frá því að Harry og Meghan hefðu verið komin heim til Bandaríkjanna áður en drottningarafmælinu lauk formlega.