Yfir­völd í Kólumbíu hafa fundið í það minnsta tíu efni í þvagi i trommarans Taylor Hawkins, meðal þeirra voru þung­lyndis­lyf, marijúana og ópíóíðar. Trommarinn fannst látinn á föstu­dag en hann var trommari hljóm­sveitarinnar Foo Fig­hters. Þeir voru á ferða­lagi um Suður-Ameríku þegar Hawkins fannst látinn.

Frá þessu er greint á vef Sky en þar er vísað í til­kynningu frá yfir­völdum þar sem segir að enn eigi eftir að gera frekari rann­sóknir til að komast að dánar­or­sök.

Hawkins hafði verið hluti af Foo Fig­hters frá árinu 1997. Hann skilur eftir sig eigin­konu og þrjú börn. Fjöl­margir tón­listar­menn minntust hans í gær.