Breska götublaðið Mirror fullyrðir að Friends-stjarnan Matt LeBlanc sé algjörlega óþekkjanlegur.

Blaðið vísar til mynda sem teknar voru af leikaranum ástsæla er hann gekk um stræti Los Angeles í vikunni. Myndirnar má sjá neðst í fréttinni.

Þar sást LeBlanc ganga í gráum bol og gallabuxum, haldandi á innkaupapoka. Auk þess bar hann svört sólgleraugu og derhúfu.

Í frett Mirror segir að aðdáendur leikarans myndu eiga í erfiðleikum með að þekkja hann frá Friends-gullaldardögunum.

Þess má geta að í dag er hann 55 ára gamall, en átján ár eru liðinn frá því að síðasti þáttur sjónvarpsþáttanna fór í loftið. Þegar fyrsta sería þáttanna kom út var LeBlanc 27 ára gamall.

Mynd/Skjáskot