Mark Zuck­berg lenti á Akur­eyrar­flug­velli í dag og var tals­verður við­búnaður á flug­vellinum vegna komu hans. Þetta herma heimildir mbl.is sem greindi frá þessu nú í há­deginu.

Mbl.is hefur eftir heimildum sínum að um sé að ræða einka­flug­vél Marks Zucker­bergs, for­stjóra Meta, sem er móður­fyrir­tæki Face­book. Zucker­berg er einn ríkasti maður heims.

Í frétt Morgun­blaðsins kemur fram að sjónar­vottar hafi greint frá við­veru bryn­varðra bíla á svæðinu. Haft er eftir Guð­jóni Helga­syni, upp­lýsinga­full­trúa Isavia, að einka­flug­vél sé að lenda á flug­vellinum og þá hafi það fengist stað­fest frá þjónustu­fyrir­tæki að um þekktan ein­stak­ling væri að ræða.