Hefðin var sú að aðal­þjóð­há­tíðar­dagurinn okkar var þjóð­menningar­dagur, haldinn fyrstu helgina í ágúst. Það eru bara Eyja­menn sem halda enn í þá hefð, sem er að mörgu leyti mjög klókt sé horft til veðráttu,“ segir Stefán Páls­son sagn­fræðingur að­spurður um sögu 1. desember á Ís­landi.

„Það voru reyk­vískir í­þrótta­menn sem settu 17. júní á kortið. Að lokum hafði sá dagur betur í slagnum við fyrstu helgina í ágúst sem í­gildi þjóð­há­tíðar­dags,“ segir Stefán Páls­son sem bætir því við að 1. desember gjaldi fyrir ís­lenska veðráttu. „Þú sendir ekkert skátana í stutt­buxum og pilsum niður í bæ. Það er bara blöðru­bólga og vanda­mál sem hljótast af því,“ segir hann.

„Meira að segja sjálfur fyrsti full­veldis­dagurinn fór fram við frekar dapur­legar kring­um­stæður beint ofan í spánsku veikina,“ segir Stefán. „Þetta var eigin­lega bara dagur stúdentanna og há­skólans. Sem þýddi að þær upp­á­komur sem deginum fylgdu, mann­söfnuður á Austur­velli og síðar skemmti­dag­skrár eins og á Hótel Borg eftir að hún kom til sögunnar, var á höndum Stúdenta­fé­lagsins og var mjög oft tengt við kröfuna um byggingu Há­skólans, sem var þá rekinn í ein­hverjum kytrum í Al­þingis­húsinu.“

Stúdentar glutrað deginum niður

Að sögn Stefáns slógu stúdentar eign sinni á daginn en hafa í tímans rás „glutrað honum niður í seinni tíð, af því að þeir eru í prófum og þetta hentar þeim mjög illa.“

Stefán minnist þess að áður fyrr hafi mesti hasarinn í stúdenta­ráðs­kosningum í Há­skólanum snúist um hvort vinstri eða hægri menn myndu stýra undir­búnings­nefndinni fyrir 1. desember.

„Það þýddi að ef hægri mennirnir unnu var skipu­lögð dag­skrá, þar sem for­sætis­ráð­herra eða ein­hverjir virðu­legir betri borgarar fluttu á­varp. En ef að vinstri mennirnir unnu var verið að ræða um Víet­nam­stríðið eða brott­för hersins eða eitt­hvað slíkt,“ segir hann. „Dag­skránni var út­varpað, þannig að það var til mikils að vinna. Þá var bara ein út­varps­stöð og þá var hlustað á það sem var í gangi.“

Fullveldisdeginum fagnað.
Mynd/Magnús Ólafsson

Ræður um Kana­út­varpið

Það er mat Stefáns að dagurinn sé einna verst leikinn af jóla­prófum. „Þegar ég var í mennta­skóla og grunn­skóla var þetta bara upp­lestrar­dagur í prófum. Þetta var orðið þannig að þegar pólitíski krafturinn í stúdenta­pólitíkinni minnkaði var orðið erfiðara að pína stúdenta til þess að mæta og skrópa frá próf­lestri til þess að fylla há­tíðar­sal há­skólans eða Há­skóla­bíó jafn­vel, til að hlusta á ræður um hvort eigi að banna Kana­út­varpið eða mikil­vægi vest­ræns sam­starfs,“ segir hann. Hann segir niður­stöðuna á þá vegu að 1. desember hafi aldrei átt raun­veru­legan séns vegna kulda, trekks og jóla­prófa.

Að­spurður um hug­myndir fólks þess efnis að koma aftur á fríi þennan dag, svarar Stefán:

„Það má hafa í huga að þrátt fyrir að hafa stöðu þjóð­há­tíðar­dags var það mjög seint sem 17. júní var gerður að al­mennum frí­degi. Það var merki­legt að ríkis­stjórnin birti á­skorun í blöðum á ári hverju þegar leið að 17. júní og hvatti til þess að at­vinnu­rek­endur gæfu frí. Það voru bara til­mæli sem urðu svona praktíseruð að fólk tengir dag­skrá og til­gang við 17. júní. Svona há­tíðis­dagar verða dá­lítið til, og fólk á­kveður það dá­lítið með fótunum.“ Stefán segist ekki hafa mikla trú á há­tíðis­dögum sem á­kveðnir eru með vald­boði án þess að fólk hafi þar sér­stakan til­gang eða hlut­verk.

Hefðum gott af meira fríi

Munu lög­bundnir frí­dagar á endanum leggjast af?

„Hug­myndin um að allt sé opið þegar maður sé í fríi er ein­stak­lings­hyggja. Krafan um að allt eigi að fun­kera full­kom­lega. Í rauninni er mjög á­huga­vert að maður sér mörg lönd í kringum okkur þar sem búðir eru lokaðar á sunnu­dögum. Fólk getur keypt mjólk og bensín en að maður geti ekki keypt sér skó á sunnu­degi er manns eigið skipu­lags­leysi en ekki vanda­mál sem sam­fé­lagið á að leysa. En ég held að við hefðum gott af því að taka oftar frí.“